Eða hátalara með innbyggðum magnara, þá færðu líka hljóð - sem er gott.
Ekki gott að vera plötusnúður án hljóðs.
En ef þú kaupir þér par af plötuspilurum þá þyrftir þú mixer líka, og hátalara og magnara.
Það er hægt að finna notaða Technics SL-1200/1210, kaupa þá á ebay eða kaupa nýja. Pfaff er líka með ágætt úrval ef þú sættir þig við e-d annað en Technics spilara. Par af þeim með pickuppum & nálum er svona 80þús notað það er vel sloppið.
Svo myndi ég bara prufa að fara í góða hirðirinn og leita að hátölurum, magnara og mixer. Allavega ef þú ert að spara. Ég fann fyrsta mixerinn minn þar og hann var bara damn fine græja til að byrja á!
Síðan bara fara í Þrumuna Laugarvegi 69 að gramsa í tónlist, og þá er bannað að spara.
vonandi gagnaðist þetta e-d.
kv. jonfri