Ég veit ekki hvort þú viljir bara trance eða hvort þú sért opinn fyrir öðrum stefnum líka, en skal reyna að hjálpa eins og ég get.
Transgúrú Íslands er tvímlalaust Mr. Goodman, sem fór á kostum bakvið spilarna á undan King Unique og droppaði alveg eðal transi en hann spilar allskonar dót house progg trans whatever. Aðrir trance djar eru tildæmis Óli Element og Tommi Trance, þekki minna til þeirra.
Exos er maðurinn ef þú vilt heyra techno, fylgstu líka með Tomma THX og Steinari.
Í klúbbahúsinu er fullt af dj-um að gera það gott; Óli Ofur, Grétar G, Rikki Cuellar, Maggi Lego, Biggi veira, Danni, Guðný, Skari, Thor og kannski ég líka
Danskvöld á NASA og fleiri stöðum eru líka oftast frábær, myndi tékka á þeim. Það eru líka minni klúbbakvöld í gangi svosem Dansa Meira, Vibe og Substance.
Í deephouseinu eru Ingvi, Skapti, Andrés og Tommi White algjörega mennirnir.
Svo eru breakbeat.is kvöld fyrsta fimmtudaginn í hverjum mánuði á pravda þar sem Lelli, Kalli og Gunni spila fresh drum & bass.
Veit ekki hvort þú vildir bara vita um trance eða hvort þú vissir þetta allt fyrir, en hérna er þetta allavega :)
kv.
jonfri