Næstkomandi laugardagskvöld munu 3 plöusnúðar sjá um tónlistina á skemmtistaðnum De Palace í Hafnastræti.
Ætlunin er að byrja á framúrstefnulegum hús nótum en herða yfirferðina upp á við er líða tekur á kvöldið.

21/05/2005
de Palace
Hafnastræti
00.00-06.00
Techno
House
Progressive

Dj Rikki
Dj Hendrik
Dj Exos


Dj Rikki er hefur spilað á flestum techno.is kvöldunum ásamt því að trylla lýðinn á Akureyri jafnt í Reykjavík undir Substance formerkinu góða. DJ Rikki (Richard Cuellar)er 23 ára gamall plötusnúður og hefur vissulega haft sín áhrif á íslensku danssenuna. Áhrifavaldar eins og Sander Klenenberg, Sasha, John Digweed og Danny Tenagila hafa mótað tónlistarsmekk hanns en stílnum hans má lýsa sem “FunkyProggyEleckticHouse”.

Dj Hendrik er hetja allra upprunarlegu technoáhugamanna á Íslandi og var kappinn einn aðal plötusnúður Party Zone útvarpsþáttarinns árið 94-96. Þá spilaði Dj Hendrik stíft á klúbbum eins og Rósenberg og Tunglinu ásamt Dj Frímanni en þeir félagar mynduðu eins konar dj dúó þessi árin. Hendrik flutti þá til Danmerkur þar sem hann hélt áfram að þeyta skífum og spilaði m.a. í Bandaríkjunum. Dj Hendrik átti gríðarlegan þátt í að móta tónlistarsmekk ungra plötusnúða á þessum tíma og er án efa eftirminnalegasti plötsnúður íslands frá upphafi.


Dj Exos hefur verið iðinn að þeyta technoskífum fram og aftur en drengurinn var að stofna sína eigin plötuútgáfu sem inniheldur endurhljóðblandanir eftir Dj Rush, Cari Lekebusch og Samuel L Session. Exos hefur spilað á flestum klúbbum Reykjavíkur og stendur fyrir komandi klúbbakvöldum á íslandi sem taka á móti gestum á borð við Thomas P Heckman, Dj Assault og Adam Beyer. Fylgist með www.exosmusic.com fyrir nánari upplýsingar.

Ekki láta þig vanta á De Palace næstkomandi Laugardagskvöld, þrátt fyrir að Ísland tekur ekki þátt í Eurovision þetta árið.