Það fyrsta sem ég heyrði með Daft Punk var síngúllinn Da Funk af þeirra fyrstu plötu Homework, sem kom 1996. Þar má einnig finna Around the World, Burnin´og fleiri góð. 2001 eða 2002 kom diskur nr 2: Discovery og gerðu þeir myndbönd við öll lögin og gáfu út sem Interstella 5555: The animated house musical. Á Discovery má finna ‘One more time’, ‘Aerodynamic’ og svo hið æðislega ‘Harder, Better, Faster, Stronger’ þar sem þeir taka vocoder sóló, svo eitthver séu nefnd. Það eina sem ég veit um nýja diskinn ‘Human after all’ er að hann hefur farið misjafnlega í fólk, en jú, Robot Rock, lagið á skjá einum, er gott. Þannig að ég spyr: er ‘Human after all’ góður?