ég var að fynna gamalt Roland U-20. Það eru 4 lausir lyklar á því og var að vellta því fyrir mér hvort þið gætuð bent mér á hvar ég gæti fengið viðgerð, eða jafnvel bara keypt nýja lykla.
Hefuru prófað að fara með hann til þeirra með roland umboðið?, annars ætti líka eitthver tónlistarverslun að geta hjálpað þér. Svo er það spurning hvort borgi sig að gera við þetta, ekki beint mörg né sérstök hljóð í honum frekar þunnt og stafrænt allt. Félagi minn á einn sem hann notar sem midi keyboard, virkar fínt þannig ef það er planið….góðir lyklar á honum
Ég er með einn svona grip og mig langar að vara þig við að taka hann í sundur. Það er martröð að ná lyklaborðinu úr, þarft að skrúfa hann í frumeindir fyrst. Samt spurning hvort að viðgerð borgi þig, þar sem þetta er hálf-verðlaust apparat. Ég nota minn bara sem control-borð, hljóðin í þessu eru mjög eighties! Reyndar er þarna eitt strengjasound sem Prodigy notaði mikið, t.d. í “Out of space”….. gangi þér vel!
man ekki nr hvað þetta sánd var (minn er ekki kominn saman ennþá!), Prodigy voru reyndar með module útgáfuna af þessu sem hét U220 ef ég man rétt. Eini munurinn s.s. að það vantaði lyklaborðið. Þú finnur þetta sánd með því að fara í gegnum strengjadótið, þetta er svona voða sætt eins og í byrjuninni á Out of space :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..