Ég er bráðum búinn að búa í Svíþjóð í 2 ár og það hefur komið mér miklu nær raftónlistar.
Ekki bara útaf því að hér hafa komið heimsþekktir plötusnúðar nokkuð oft eða að Svíþjóð er nú svo mikið house og Techno land.
Líka útaf því að það eru raftónlistar útvarpsþættir hér á miðvikudag og laugardagskvöldum. Meira að segja á tveimur mismunandi útvarpsstöðvum. Á einni útvarpstöðinni (NRJ) er útvarpsþáttur sem heitir Xtravadance sem er á laugardagkvöldum milli 22:00 og 24:00 þar sem að það er plötusnúður sem að kynnir það vinsælasta í House og Trance. Stundum koma líka svona gesta plötusnúðar með eins og klukkutíma sett. Þátturinn minnir soldið á ASOT í Hollandi nema hvað það er House líka.
Á annari útvarpstöð sem heitir P3 er útvarpsþáttur á miðvikudögum sem heitir P3 club sem er milli 22:00 og 24:00 og á laugardögum er það P3 dance sem er milli 21:00 og 24:00. Enginn stór munur á þessu nema bara að P3 club er miklu meira Progressive. Annars er spilað House, Trance, Techno (mikið sænskt techno), Breakz og Progressive tónlist í báðum þáttunum. Á laugardögum er líka alltaf gesta plötusnúður sem spilar milli 21:00 og 22:00.
Mér finnst þetta geðveikt og ég hlusta á lög og uppgötva lög sem ég hef aldrei heyrt áður og mér finnst geðveikt flott.
Ef að fólksfjöldinn á Íslandi og hlutfallið af fólksfjöldanum sem fílar raftónlist væri nokkuð hærra væri kanski hægt að koma með svona þátt á einhverja útvarpstöðina á einhverju kvöldinu á Íslandi.
Kv. StingerS