Komiði öll sæl og blessuð,
ég hef til sölu frábæran syntha sem er algjört legend í sögu raftónlistar. Um er að ræða Yamaha DX7, Hann kom út árið 1983 og markaði strax tímamót í synthasmíði, Hann er t.d. einn af, ef ekki sá allra fyrsti sem skartaði MIDI tengi (hann hefur In/Out/thru) og var einnig fyrsti digital synthinn. Á hann er hægt að skapa hin undarlegustu hljóðeffekta, fallega pada, flott stabs og góð pötch fyrir melódíkur. Hann framkvæmir margt sem að analog synthi gæti aldrei. Hann hefur verið notaður af fjöldamörgum þekktum tónlistarmönnum samtímans, nægir þar að nefna, Brian Eno, Orbital, Underworld og Björk.
Einnig læt ég fylgja með notadrjúgan hardware sequencer frá early 80´s. Að lokum skal það tekið fram að þetta er allt vel með farið.
Söluverð: 30.000 kr.
Áhugasamir hafi samband á djoflamergur@hotmail.com
með kveðju,
Djöfli.