Eins og ég sagði, hann er í topp ástandi, ekkert brotinn eða sjúskaður að neinu leiti. Ég vil samt aðeins fá að svara þessu sem þú sagðir með erfiðleikanna í prógrammeringu. Áður en ég keypti hann hafði ég líka heyrt þetta en tók þessu með vissum fyrirvara. Svo kom það á daginn að í þessu eins og svo mörgu hefur orðið til úlfaldi úr mýflugu. Flestir sem unnið hafa með syntha á einhvern skapandi hátt hafa nær eingöngu notast við analog tæknina eða einhverja Wavetable preset tækni. Yamaha DX7 byggir á svokallaðari FM tækni þar sem þú ert eingöngu með sinus bylgjur sem operatora (sambærilegt oscillatum á analog græjum). Þú velur þér ákveðið reiknilíkan þar sem þessum sex operatorum er skipt niður og nefnast þá ýmist modulator eða varrier. Eins og nöfnin gefa til kynna þá er carrierinn hin eiginlega heyranlega hljóðbylgja en modulatorinn hefur áhrif
á hana og beygir á sveigir á þann máta sem hljómborðleikarinn ákvarðar. Sjálfur er ég jafnframt eigandi analog syntha og þekki það því hversu þægilegt það getur verið að setjast niður og tweeka til nokkra takka og vera kominn með sæmilega feitt sánd. Því er það ekkert undarlegt að margir sem eingöngu hafa unnið með analog græjur eða simulatora fái smá sjokk þegar þeir prófa DX sjöuna, því fyrst um sinn getur það tekið smá stund að prógrammera. En áður en maður veit af er maður kominn á flug, með því að gefa sér smá tíma og fikta og það sem er mjög sniðugt, lesa á netinu um DX7 prógrammeringu eða hreinlega taka sér lítinn bækling á Borgarbókarsafninu sem er um grundvallaratriðin í því að forrita tæki sem þetta. Ég vona bara að hann lendi á betri stað en hér, því ég hef því miður ekki pláss fyrir hann. Ég mun samt koma til með að sakna hans. By the way, ég er líka með MS2000, frábæran Korg syntha ásamt vocoder KANNSKI til sölu, ég má varla missa hann líka því þá á ég ekki MIDI controller eftir en allavega, hann færi aldrei undir 60 þús kalli, því hann hef ég hugsað djöfullega vel um og kostar nýr 90 þús kall. En bara fyrir forvitnissakir, hvað ertu að læra í Danmörku, Melkor?