Hvenær kemur eitthvað efni frá Aphex Twin, þá er ég að meina ambient. Ég á Selected Ambientworks II með honum og bíð í ofvæni eftir meiri ambient efni frá þessum snillingi.
Aphex Twin er löngu síðan búinn að segja að hann sé hættur í þessum bransa… Og ef hann myndi gefa út þá efa ég að það væri ambient,,Ambient works diskarnir eru lög sem voru gerð þegar hann var um 14 ára gamall… Hann er löngu kominn útí acid og drill and bass og svona..
ég verð nú bara að segja að það er nú varla hægt að stóla á það að hann sé hættur, hann hefur nú hótað því svo oft áður að maður tekur því nú ekki alvarlega. Frekar að safna öllum videounum sem hann hefur gert með Chris Cunnigham og setjast niður fyrir framan sjónvarpið og stilla í botn.
Aphex er snillingur … ég á Selected Ambient works II, Girl boy, Richard D James Album, Come to daddy, Windowlicker … og starwars theme-ið og powerpill pacman … og fleiri sem ég man ekki því ég er í skúlen. Með öðrum orðum …. SNILLINGUR !!!
Come to daddy er eitt af svalari tónlistarmyndböndum sem ég hef séð.. en sonna meðan ég man… Var Aphex á geðveikrarhæli einu sinni? ;) plz segja já PLZ SEGJA JÁ! h0h0h
ég var að lesa ágrip af ævi hans á einhveri síðu minnir warp.co.uk og þar stóð að í æsku var hann iðin við sniffa lím það ætti að gera mann góðan í skallanum
Það veit nú hvaða bjáni sem er að Starwars themeið er EKKI EFTIR RICHARD! Það eru bara svona vitleisingar sem sjá ekki í gegnum það og troðfylla Napster með allskonar kæftæðis remixum. T.d Breathe og Tetris Remixin, finnst þér þau ekki líka góð? Það getur hvaða smábarn sem er séð í gegnum þessi ömurlegu mix.
hann vann “project” með cunningham fyrir syningu á siðasta ári.. man maschine music.. hét það vist og var lokaverkefni cunninghams fyrir royal academy arts í london.. þeir sem sáu þetta er frekar heppnir enn bokin apocalypse er til í betri bokabúðum þar sem hópurinn í heild er gefið glaum…
ps ef einhver á þetta vídjó á qt eða mpq endilega posta því
ég vona nú að hann fari ekki að gefa út ambient aftur. leist mjög vel á síðustu afurð hans, windowlicker. ^i-1=-aEDi[n][EFij[n-1]+Fext i[n-1]] (whatever) er mesta snilldar lag sem ég hef heyrt:)
“Classics” er diskur sem einnig aetti ad vera til a hverju heimili! PopCorn remixid hans faer lika fjora thumalputta upp…En hann getur varla verid haettur….eg held ad hann naerist a thvi ad gera tomlist….vona bara ad hann gefi thetta ut….
Ég hlóg af ánægju þegar ég hlustaði á popcorn remixið hans Aphex Twin. Alveg geðveik schnilld. Downloadið pocorn með hot butter, og svo remixið með aphex twin. alveg ógeðslega skemmtileg lög.
Já S.A.2 er frábært stykki. Mér finnst hann skemmtilegastur þegar hann fer í speisgallann þó að rokkaðri hlutir hafi einnig reynst vel eins og til dæmis “Ventolin”.
Ég veit ekki til þess að hann hafi gert neitt Ambient-stykki eftir SA2, en mæli hiklaust með að þú kíkir á “Entain” með Vladislav Delay. Gæti trúað að það virkaði vel fyrir þig. Hefur reynst mér afar vel. Ein af þessum plötum sem batna endalaust.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..