Ég verð bara að segja frá partýi sem að ég fór í og hafði ótrúlega gaman af, ég dansaði eins og ég gæti aldrei trúað að ég gæti dansað.
Ég bý í Malmö og það er garður hérna sem heitir Pildammsparken sem lítur soldið út eins og garðurinn í Berlín þar sem Love Parade er haldin og þetta er alveg perfect staður fyrir útíhátíðar mitt inní Malmö.
Partýið byrjaði með ljósasýningu og svo komu Skánskir plötusnúðar, Minilogue og Sun Kite sem spiluðu 3 tíma mix, eins konar Progressive Trance, smá Progressive house, jafnvel Goa trance, Psytrance og fá lög gæti maður meira að segja flokkað undir Drumb and base, en það sem skiptir máli var að þetta lét mann dansa útí aðra veröld.
Eftir þetta var meira að segja talað um að Dj. Tiesto mundi koma til Malmö og kynna nýtt sett, spila í 5 klukkutíma á klúbbi í Malmö, hann er kominn og farinn, spilaði á laugardaginn var (15 maí) og ég sem var svo óheppinn að komast ekki á þetta en allavegana………..vonandi hafðiru gaman af lestrinum sem ég vildi deila með þér og ég mæli með þessum frekar stutt komnu en góðu plötusnúðum frá Skáni.
Kv, StingerS