Hann spilaði á ARC tvisvar um þarsíðustu helgi. Fyrst í BE YOURSELF partýi á föstudeginum og varð partýið fimm ára á dögunu. Svo spilaði hann frá sex á sunnudeginum til kl sex á mánudeginum í lokunarpartýinu.
Svo hélt hann sér tvö afmæliskvöld á Miami Winter Music Conference, og þessir komu fram á kvöldunum!
Danny Tenaglia, Aldrin + Behrouz, Tom Stephan (Superchumbo), Victor Calderone, Tony Thomas, Demi, Chus & Ceballos og DJ Vibe.
Svo er nýkomin á promo nýtt lag með Danny Tenaglia og Tarantella, undir nafninu DATAR. Kemur lagið út á RIP plötufyrirtækinu og ber nafnið ‘U’. Síðast þegar ég vissi hafði Pete Tong spilað lagið 5 sinnum í röð í þættinum sínum á Radio One, Essential Selection. Það er hægt að nálgast vínylinn á promo á www.city16.com og sennilega víðar, 3beatrecords.co.uk htfr.com juno.co.uk
Allt sem ég hef í bili, jú og það er til Brother Brown remix á white label af ‘Music is the answer’ með Danny & Celedu og það er geðveikt!!!