Eins og margir hafa tekið eftir, en þó ekki allir, þá er ríkisútvarpið í djúpum skít! Og hvað kemur það okkur við, jú, það lítur út fyrir það að það verði að skera niður framlög til RUV um nokkur hundruð milljónir, þar af um 160 milljónir af hljóvarpsdeild.
Það eru við sem eigum þetta útvarp! Og það stefnir semsagt í það að niðurskurðurinn bitni mest á dagskrárgerð, og ekki hvaða dagskrárgerð sem er, heldur er útlit fyrir að svokallaðir “freelace” dagskrárgerðarmenn verði látnir fjúka. Það eru dagskrárgerðarmenn sem eru ekki í fullri vinnu, og t.d. bara með einhvern einn sérþátt í viku….. í þennan hóp falla dagskrárgerðarmenn dansþáttar þjóðarninnar, PartyZone! og ekki bara hann, heldur líka þættir eins og Sýrður rjómi og fleiri.
ef að þið hafið einhvern áhuga á að halda þessum þáttum í loftinu skora ég á ykkur að senda Markúsi Erni Antonsyni línu um ykkar sjónarmið…
markusoa@ruv.is
P.s. ákvörðurn um þessar framkvæmdir verða teknar um páskana svo að endilega drífið í þessu og breiðið út “fagnaðar”erindið