Þessi nýji tvöfaldi diskur, sem er mixaður af Aj Caputo, er fullkomin blanda af progressive house og dans tónlist, sem tekur hlustandann inn í aðrar víddir.
Fyrri diskurinn byrjar á mjúku nótunum með ljúfum tónum frá Coco de Silva, Southmen og geðveiku mixi af Poor Leno. Þegar hljóðhimnurnar hafa verið kitlaðar niður hálfan diskinn, verður á vegi sterkari og dýpri bassi frá Lexicon Avenue, remixið af Lose myself með Depeche Mode og PQM´s you are sleeping. Diskur eitt endar á tilfiningar þrungnu mixi þar sem Aj notar lög frá t.d. Matthew Dekey og Quivveiz.
Diskur tvö byrjar strax með harðara og hraðara tempói með lögum frá Radio Head, Boogie Balo og Dave Brennan. Þegar hér er komið við sögu ert þú farin að stappa niður löpp við svala klúbbalagið Get Down með Mike Monday. Þegar að þú heldur að það geti ekki orðið betra, þá kemur rúsínan í pylsuendanum. Gítar og píanónótur taka þig á annað stig. Þetta er án efa hápunkturinn á Progressive Steps, lagið In a State með Unkle mixað af meistara Sasha. Þetta lag er garenterað að koma öllum í gott skap. Til að toppa allt er endað með A break in the Clouds með Holden.
Allt þetta mun skilja þig eftir með nokkrar spurningar.
1. Hvenær kemur næsti diskur út?
2. Hvar get ég séð Aj spila?
Þú getu keypt þennan disk á aðeins 1000 kall í Þrumunni og þú verður ekki fyrir vonbrygðum.