hmmm, það er mjög erfitt að losna við söngin, án þess að vinna skemmdarverk á restinni af tónlistinni, það er að segja án þess að mikið af henni bjagist eða detti líka út.
Enda eru remix iðulega ekki gerð á þennan hátt. Fólk er oftast með, í minnsta lagi instrúmentall, en lang oftast bara aðgengi að einstökum upptökum af hverju hljóði/hljóðfæri fyrir sig úr laginu sem á að endurblanda. Flest remix sem berast fyrir hlustir almennings voru þannig gerð í samstarfi við upprunalegu tónlistarmennina.
Nú eða þau eru “partymix” þar sem er bara búið að setja soldið 909 undir lagið
Annars var til eitthvað sem hét held ég bara einfaldlega “Vocal Remover”, frítt demo á netinu. Ekkert wonder verkfæri, en aðeins betra en að reyna að filtera þetta út sjálfur.