Fáðu þér bara cubase og þá helst sx eða þá nuendo því það er svo gaman..
Cubasis er bara strumpaútgáfa af eldri gerðum af cubase og er það alls ekki gaman.
Helstu kostir þess að vera með cubasis er kannski helst að það er frekar einfalt að brúka á það en á kostnað þess að það mun takmarkaðra heldur en cubase og bíður ekki nærri því eins marga möguleika og jafnframt fídusa.
Svona svipað og munurinn á ford fiesta og ford mustang.
En svo er þetta náttúrulega allt saman spurning um að finna sér einhvað forrit sem hentar manni og manns gjörðum.
fylgir ekki þessi “þjófavörn” með með öllum forritunum? (Þetta sem maður setur í prentara Innstunguna) ef svo er virka þá ekki allar varnirnar með hvaða Cubase forriti sem er?
Jú bara ef þú vilt reyna nota löglega útgáfu þarftu þennan kubb og hann kostar einhvað um 1000 dollara.
En eins og vanalega eru til útgáfur sem “þurfa” ekki þennan kubb og ég geri ekki ráð fyrir því að þær útgáfur kosti ekki marga dollara en eru væntanlega á gráu svæði uppá hversu löglegar þær eru.
Ég er með löglega kópíu af Cubase SX og nota USB kubb með því. Var með prentaraprots kubb fyrir gömlu útgáfuna. Þetta eru ágætis varnir en eins og með allt þá er hægt að komast framhjá þeim.
Málið með að vera með stolnar útgáfur af allskonar audio software er að stefnan hjá framleiðendum (t.d. Steinberg) er að þegar hugbúnaðurinn skynnjar að átt hefur verið við hann þá fer hann að hegða sér undarlega og krassar t.d. annað slagi án ástæðu. Þetta er einfaldlega pirrandi og getur eyðilegat margra tíma vinnu.
Ég mæli því ekki með að nota stolinn hugbúnað við tónsmíðar ef þú ert að gera þetta af einhverri alvöru.
Já fyndnasta við þetta allt saman við kjábba sx er það að þegar þetta usb dongle dæmi kom út að löglegu útgáfurnar voru óstöðugari heldur en þessar krökkuðu útgáfur, hversu furðulegt það kann að hljóma en svona er þetta nú.
En að sjálfsögðu er það betra upp á marga staði að eiga löglega útgáfu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..