Einmitt. Maður þarf að HLUSTA. Ég hef mjög oft lent í því að byrja ekki að fíla einhverja plötu fyrr en eftir svona þrjár hlustanir. Jú, manni kannski finnst hann góður, ágætur eða lélegur við fyrstu hlustun. En maður verður ekki dómbær á svona hluti fyrr en maður hefur virkilega rýnt í plötuna.
Þess vegna eru tónlistargagnrýnendur, sérstaklega þeir hjá íslenskum dagblöðum, vita gagnslausir. Þeir skella disknum í spilarann sinn og láta hann renna einu sinni í gegn (smá alhæfing). Síðan skrifa þeir gagnrýni í blaðið sem alþjóð les. Ekki nógu gott segi ég. Getur skemmt fyrir mörgum tónlistarmönnum sem eru að gera góða hluti.
Og já, maður á ekki að láta rokkara gagnrýna raftónlist. Gott dæmi um svoleiðis mistök er hann Arnar Eggert Thoroddsen hjá Mogganum. Hann er látinn gagnrýna allt milli himins og jarðar, og það er á allra vitorði að sá maður veit ekki skít um tónlist.