Er Wally Lopez óþekktur afþví að þú veist ekki hver hann er? Eða afþví að fólk í kring um þig veit það ekki? Eða afþví að það vita ekki 100% allir hver hann er? Wally Lopez er góður pródúser finnst mér (aldrei heyrt hann plötusnúðast, en hann kann örugglega að beatmixa), og mér sýnist margir vera sammála mér… allavega er hann gefinn út og ‘stóru’ snúðarnir eru að spila efnið hans af og til, jafnvel talsvert mikið af og til.
Rökstyddu það fyrir mér hvers vegna hann er óþekktur… eða hættu að kvitta undir með þessu; “Fullyrðingar geta aldrei orðið marktækar án rökstuðnings!”
Eru snúðar eins og MV, Adam Freemer, Moshic og James Zabiela líka óþekktir? Eða eru þeir ekki óþekktir? Og ef maður er óþekktur, er þá ekki séns að maður sé góður plötusnúður?
Mér finnst Wally Lopez ekki eiga skilið þetta diss og þennan hroka, jafnvel þó Dreamworld séu að flytja hann inn. Fred Numf átti heldur ekki skilið þennan hroka… sem hann mætti hér á korknum um daginn.
Ég held að það sé bara gott fyrir danstónlistarmenninguna á Íslandi að það séu fleiri en einn að flytja inn snúða. Meir að segja þó að þeir séu ekki akkúrat snúðarnir sem maður vildi helst fá. Allveg eins og það er gott á sjúkrahúsum að fá álit fleiri en eins læknis.
Meina, ég er allveg til í að sjá íslenska snúða hypaða upp líka, en come on! Wally Lopez er gaur sem mér sýnist pródúsa allannn sólarhringinn og plötusnúðast um helgar út um allann heim, með fullann kassa af glænýju efni… á hann ekki frekar skilið að vera hypaður en íslenskur snúður sem eyðir mestum tíma í svefnherberginu?
Ég veit það ekki, ég er ekkert að segja að Wally Lopez sé bara the shite! Ætla ekki einusinni á hann, en við skulum allavega ekki vera svona borderline í skoðunum…
“Er Wally Lopez óþekktur afþví að þú veist ekki hver hann er? Eða afþví að fólk í kring um þig veit það ekki? Eða afþví að það vita ekki 100% allir hver hann er? ”
Wally Lopez kalla ég ekki þekktan plötusnúð vegna þess að danstónlistarpressan hefur ekki veitt honum athygli ennþá. Það getur vel verið að hann sé góður, ég ætla bara ekki að eyða hátt í 2000kr í að komast að því. Wally Lopez hefur heldur ekki spilað í Essential Mix á BBC Radio One. Ég veit heldur ekki til þess að hann hafi spilað í Saturday Night Showcase (þó ekki viss).
MV og Adam Freemer hef ég ekki séð fá mikla athygli heldur, hinsvegar hef ég mikið séð fjallað um Moshic og James Zabiela. Þeir seinna nefndu hafa fengið athygli pressunar og báðir spilað í Essential Mix (er einmitt að hlusta á stórgóða essential mixið hans Moshic meðan ég skrifa þetta).
Hvort ég viti hverjir þessir plötusnúðar eru skiptir litlu um hvort þeir eru þekktir, enda er ég ekkert ákvarðanavald í þeim efnum.
“eða hættu að kvitta undir með þessu; ”Fullyrðingar geta aldrei orðið marktækar án rökstuðnings!“”
Ég veit ekki til þess að ég hafi fullyrt neitt í svari mínu sem þú svaraðir á þessum þræði. Ég varpaði fram nokkrum spurningum, sem seint geta talist til fullyrðinga. Ég vil því biðja þig að minnka aðeins rosta þinn gagnvart mér.<br><br>Góðar stundir.
<i>“Ignorance is bliss, therefore i will remain ignorant!”</i>
<i>“Fullyrðingar geta <u>aldrei</u> orðið marktækar <u>án</u> rökstuðnings!”</i>
<b>Samuel P. Huntington skrifaði:</b><br><hr><i>
“the West won the world not by the superiority of its ideas or values or religion but rather by its superiority in applying organized violence. Westerners often forget this fact, non-Westerners never do.”</i><br><h
0
Pressan fjallar mikið um Sturla Böðvarsson, og gerir hann þar með þekktann stjórnmálamann. Það þýðir ekki að hann sé góður stjórnmálamaður, er það nokkuð?
Annars mátt þú líka lækka þinn rosta gagnvart Wally Lopez og fleirum… því að þó pressan sé ekki að eyða dálkaplássi í þá, þá eru þeir ekkert endilega crap.
0
Farðu í myndaleit á Google og stimplaðu inn Adam Freeland…
Farðu í myndaleit á Google og stimplaðu inn Wally Lopez…
Internetið lýgur aldrei… Wally Lopez er óþekktur looser frá Ibiza!
og hananú!<br><br><i>fá sér líf? hvar fær maður svoleiðis? þú hlýtur að hafa fengið þitt á afslætti ívar ;)</i>
<b>“skurken 2002”</
0
“Pressan fjallar mikið um Sturla Böðvarsson, og gerir hann þar með þekktann stjórnmálamann. Það þýðir ekki að hann sé góður stjórnmálamaður, er það nokkuð?”
Ég veit ekki til þess að Sturla böðvarsson sé heimsþekktur pólitíkus, enda hefur heimspresan ekki veitt honum mikla athygli. Auk þess finnst mér umfjöllun fjölmiðla um pólitíkusa ekki sambærileg umfjöllunar tónlistapressunnar á plötusnúðum, þar sem það er nánast skilda fjölmiðla að fjalla um pólitíkusa.
“Annars mátt þú líka lækka þinn rosta gagnvart Wally Lopez og fleirum… því að þó pressan sé ekki að eyða dálkaplássi í þá, þá eru þeir ekkert endilega crap.”
Hvar sagði ég að Wally Lopez og fleiri væru crap? Hvar gaf ég það í skin?<br><br>Góðar stundir.
<i>“Ignorance is bliss, therefore i will remain ignorant!”</i>
<i>“Fullyrðingar geta <u>aldrei</u> orðið marktækar <u>án</u> rökstuðnings!”</i>
<b>Samuel P. Huntington skrifaði:</b><br><hr><i>
“the West won the world not by the superiority of its ideas or values or religion but rather by its superiority in applying organized violence. Westerners often forget this fact, non-Westerners never do.”</i><br><h
0