“successfull artistar verða oftar en ekki stórir snúðar fyrir það eitt hversu góðir pródúserar/tónlistarmenn þeir eru, jafnvel þó þeir kunni ekkert að skipta”
mikið rétt, synd og skömm að í “úrvalsdeild” plötusnúða eru allt of margir sem ekki kunna að spila heldur eru bara tónlistarmenn sem vantar auka pening og einnig er allt of mikið af gömlum köppum sem lifa eingöngu á því að hafa verið í senuni lengi
“hverjum er ekki andskotans sama um skiptingar þegar að svona stórt nafn er að spila fyrir mann tónlist”
Af hverju að hlusta á útvarpsmix frá risastórum artist sem mixar illa þegar þú gætir hlustað á Dj Jón mixa sömu lög betur saman?
“þú ert mjög líklega plötusnúður eða í svoleiðis hugleiðingum, ekki rétt? þú ert semsagt að segja að þú hlustir á snúðinn en ekki tónlistina?”
auðvitað hlusta ég á tónlistinni og ég er ekki að segja að ég myndi ekki dansa við þetta high contrast mix ef ég hefði heyrt þetta á klúbb og ekki legið yfir því hvort hann hefði farið offbeat 3svar sinnum. ég er líka búinn að hlusta á mixið nokkrum sinnum og hef haft gaman af. Þetta er mjög gott mix, fáranlega góð lög inn á milli, en það eru örfáar vafasamar skiptingar (vafasamar kannski ekki einu sinni rétta orðið, maðurinn er ekki að taka badda rugl á þetta) sem er eitthvað sem maður hefur ekki vanist í essential mixum.
það sem ég skil ekki er afhverju skiptingarnar skipta minna máli ef það er stórt nafn að spila? mér finnst einmitt mikilvægara að maður sem lifi á´því að plötusnúðast kunni að mixa