Af fyrstu kynslóð danstónlistarplötusnúða finnast mér Grétar, Frímann og Maggi Legó (Herb Legowich / President Bongo(?)) standa fremst. Þeir búa yfir miklum hæfileikum í að finna hvað virkar og hvað ekki, ekki sakar heldur sú gífurlega reynsla sem þeir búa yfir. Þeir fá báðir stórt feitt “RESPECT” frá mér!
Reynir finnst mér standa framar öðrum Drum & Bass plötusnúðum fyrir þær sakir að hann býr yfir mikilli tækni. Hann á það líka oft til að setja eitthvað á, sem manni hafði aldrei dottið í hug að heyra á eftir laginu á undan og hann lætur það svínvirka. Þetta finnast mér fáir hér á klakanum geta.
En uppáhalds íslenski plötusnúðurinn minn verður að teljast Bjössi ‘Brunahani’. Ég hef heft meira gaman af því að fylgjast með honum spila en flestum þeim erlendu snúðum sem heimsótt hafa okkar ástkæra föðurland. Það er ákveðið kæruleysi í mix-stíl hans sem brýst út sem einskonar tilraunastarfsemi, hann leyfir lögum að njóta sínum saman lengur en vel flestir og er að fikta eitthvað allan tíman. Þetta skilar sér svo í flottum mixum, sem stundum koma fáránlega vel út. Bjössi finnst mér by far sá eftirminnilegasti því hann hefur gefið mér fleiri og betri minningar af dansgólfinu en nokkur annar!
Einnig langar mig að senda eitt stórt “BIGUP!” á Adda Exos. Bang on harður og mixar mjög vel (með skemmtilegan stíl) , akkúrat það sem maður þarf til að fá góða útrás. Keep it up!
“Er mikill munur á stíl plötusnúðanna og fer stíllinn eftir tónlistarsmekk?”
Já og nei. Ég held að stíll fari ekki eftir tónlistarsmekk. Mér finnst hver og einn plötusnúður hafa sinn ákveðna stíl, sem (ég tel) mótast frekar af sköpunargleði einstaklingsins frekar en tónlistarsmekk. Að spila sem plötusnúður er ákveðin útrás fyrir sköpunargleðina, því þótt þú sért að spila tónlist eftir aðra ertu samt gera koma henni frá þér einsog þér finnst það koma best út (á þínum forsendum).
Það getur vel verið að einhverjum finnist þetta argasta bull, en þetta er samt mín skoðun.<br><br>Góðar stundir.
<i>“Ignorance is bliss, therefore i will remain ignorant!”</i>
<i>“Fullyrðingar geta <u>aldrei</u> orðið marktækar <u>án</u> rökstuðnings!”</i>
<b>Samuel P. Huntington skrifaði:</b><br><hr><i>
“the West won the world not by the superiority of its ideas or values or religion but rather by its superiority in applying organized violence. Westerners often forget this fact, non-Westerners never do.”</i><br><h