Hvað er maður að hlusta á í dag…. það er svona eiginlega allt frekar gamalt og fjölbreytilegt. Verslaði í Sonet um daginn á ca. 250 kall stykkið:
Faithless - Outrospective:
Ágætis diskur. Bjóst samt við meiru svona klúbba dæmi. Er frekar rólegur.
Deee-Lite - Sampladelic Relics & Dancefloor Oddities:
Yndislega furðulegur, en samt ekki :). Allskonar rímix af einhverjum óþekktum lögum frá Dee-Lite. House frá ‘90 og ’92, jungle frá ‘94 og d&b frá ’96. Svo nátla “Groove is in the Heart”! Frekar groovy diskur.
The Science Behind the Circle:
House safndiskur frá klúbbnum “Full Circle” í London. Ekki alveg mitt stuff en inniheldur eitt ágætis techno lag.
The Horrible Plans of Flex Busterman:
DHR og ó shit :) 'nuff said!
Krust - Genetic Manipulation:
EP plata sem inniheldur 6 lög, þar af 3 mismunandi útgáfur af sama laginu. Vægast sagt ömurlegur, alltaf eins og enginn metnaður.
Lemon D - Two Techniques:
Ágætis tólf tomma, inniheldur venjulega útgáfu og Dillinja Remix. Og svo í endan á Dillinja remixinu (eftir langa þögn) er hellingur af töktum sem virðast hafa verið settir þar til að sampla þá. :)
Company Flow - End to End Burners (Episode 1):
Frekar slöpp tólf tomma. Inniheldur þrjár útgáfur af “End to End Burners”, tvær nánast alveg eins og þriðja er instrumental. Svo er lagið “Workers Needed” sem virðist vera lag sem var gert til að láta aðra rappa yfir og senda sem demó til þeirra. (?)
Kosheen - Hide U:
Tólf tomma. Mjög ánægður með þessa. 6 mismunandi útgáfur af “Hide U” og mjög fjölbreytilegar útgáfur þar á ferð. Fyrstu tvö lögin eru John Creamer & Stephanie K Radio Edit og Remix Edit, svona club-house stemming í þeim. Maður heyrir dáldið greinilega hvernig samplarnir eru time-stretchaðir í klúbba útgáfunum. Þriðja er Album Version, sem er hefbundna d&b útgáfan sem var spiluð í Tækni einu og hálfu ári áður en lagið fór kommersíal :). Fjórða er Rollo & Sister Bliss (Faithless) remix, sem er ágætt, bara svona Faithless stemming án Maxi Jazz. Fimmta er ES Dubs Remix, sem er nokkuð kúl svona ca. 130-150bpm big/breakbeat/garage útgáfa. Kannast ekkert við þessa ES Dubs, kannski að maður tjekki á þeim. Svo er sjötta Decoder & Substance Remix (mennirnir á bakvið venjulega lagið líka), sem er alltílagi en dáldið svipað venjulegu útgáfunni.
En já, þetta er það sem ég er að hlusta á í dag, ásamt Synthetic vol.2 (Óli - Synthetic) og Armageddon 2 (Renegade Hardware) sem ég bíttaði við Valda á (Geisladiskabúð Valda).
Maður er alltaf að versla eitthvað sem að maður fær á skít-á-priki :P<br><br><font color=“#C0C0C0”>,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_</font>
<font color=“#008080”>Ef þú öskrar í 8 ár, 7 mánuði og 6 daga býrðu til næga orku til að hita 1 kaffibolla.
Ef þú rekur við stanslaust í 6 ár og 9 mánuði myndast nægilegt gas til að jafngilda atómsprengju.
Ef þú lemur hausnum stanslaust í vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma.</font