Ég hef heyrt eitt Essential Mix eftir Yousef, það er mjög gott mix. Hann spilar eðal house tónlist (ekki prog). Það ætti líka að vera ágætis gæðastimpill að hann tók við sem “resident” á Cream af Seb Fontain.
Lottie spilar líka eðal house, þó aðeins rólegra en Yuosef (að ég held). Lottie er mjög góður plötusnúður, enda var hún kosin “best new dj” árið 1999 (eða 2000) í Muzik Magazine.
Ashley Cassele hef ég ekki hugmynd um hver er, aldrei heyrt þetta nafn áður.
Audio Bullys finnst mér vera algjört sorp! Það fylgdi mixdiskur frá þeim með Muzik fyrir mánuði eða tveim og hann finnst mér vera hrein hörmung. Þetta hljómaði einsog ef þú tækir live útgáfuna af Basement Jaxx, bættir við 2-3 öskrandi Garage MC'um og settir meiri Garage áhrif í tónlistina. Ef þú fílar UK Garage (eða ert breti) er þetta kannski fyrir þig. En mig grunar að þú sért hvorki breti né heldur að þú fílir UK Garage!
Það ætti ekki að saka að skoða Yousef og Lottie. Það gæti verið sniðugt að skoða Ashley Cassele, án þess að ég hafi hugmynd um það. En Audio Bullys er algjör sori “that I wouldn't touch with 50 feet pole!”<br><br>Góðar stundir.
Ignorance is bliss, therefore i will remain ignorant!