Eina ókeypis forritið sem ég man eftir er Buzzmachine, það er frekar flókið fyrir byrjendur og býður kannski ekki upp á mikið, en það er ókeypis. Svo er Fruity Loops og Reason, svona “one-size-fits-all” dæmi, í báðum þessum forritum er allt sem þú þarft til að prumpa út endalausu magni af lögum! Svo ef þú vilt fara eitthvað dýrar en það, þá er Cubase og Sonic toppurinn, en þetta eru dýr forrit…
ég skoðaði heimasíður nokkurra fyrirtækja fyrir þig og hérna eru svona viðmiðunarverð:
Buzzmachine: frítt
Reason 2.0: 399$
Fruity Loops 3: 99$ ef þú downloadar, 149$ ef þú kaupir í kassa úti í búð
Sonar: 479$
Cubase VST 5.0: Eitthvað um 650-700$ (s.s. mikið! )
Þessi forrit eru öll til í PC Version en ég veit ekkert um mac svo ekki spurja :)
Ég mæli með fruity loops fyrir byrjendur, og ef þú vilt aðeins fara að velta þér uppúr einhverju flóknara prófaðu þá Reason 2. Það eru demo af þessum forritum á www.fruityloops.com og www.propellerheads.se , mæli með að þú prófir fruity fyrst. svo geturðu fundið Buzz á
http://www.buzzmachines.com/ Og eitt enn, eina leiðin til að læra á svona forrit er að LESA MANUAL-INN og svo að fikta bara sjálfur þegar það er búið…<br><br> ____________
//-Ballistics-\
————