Kæri add1.
Þegar lag er í fjórum fjórðu er það bara, eins og áður segir, fjöldi slaga í takti, en þú ert kannski að meina um þegar talað er um 4/4 bassatrommu; þá er bassatromma á öllum slögum, skilur?
svona:
Úmph(1)Úmph(2)Úmph(3)Úmph(4)(og svo aftur) Úmph(1)Úmph(2)Úmph(3)Úmph(4)
og oftar en ekki er lítill hi-hat þarna á milli:
Úmph(1) tish! Úmph(2) tish! Úmph(3) tish! Úmph(4) tish!
af þessu er t.d. komið heitið “únstika” (Úmphtish+ofbeat bassi)
svona taktar eru uppistöðu slagverkið í stefnum eins og House-i, Trance-i, Techno-i o.s.frv. Fólk hér ber miklar og heitar tilfinningar til þessara stefna og því er 4/4 mikið til umfjöllunar hér á raftónlist.
skiluru núna?