Föstudagskvöldið 19. júlí næstkomandi verður 6. Elektrolux kvöldið haldið á Gauknum, þá ætlar sænski tekknósnúðurinn Chirstian Smith að mæta til leiks og þeyta plötum til sex um morguninn.
Smith var fæddur í Svíþjóð árið 1972, Hann fékk fyrst áhuga á electronískri músík þegar hann var 15 ára, það var enginn annar en Sven Vath sem fyllti hann innblæstri.
Eftir að hann lauk skóla í Washington DC fluttist hann aftur til síns heima og byrjaði að dj-ast með jafnöldrum sínum Adam Beyer, Cari Lekebusch og Joel Mull. Saman tókst þeim að kynna fyrir heiminum sænkst house og techno.
Smith hefur spilað víðsvegar um heiminn, þar á meðal nær allstaðar í Evrópu, Norður Ameríku, Japan, Taiwan, Ástralíu, Singapore, Nýja sjálandi og nokkrum stöðum í suður Ameríku.
Nýjasti diskurinn hans heitir Tronic Treatment og er 73 mínútna langur. Þar á meðal er lag sem heitir Excel og er alveg magnað. Vonum að hann spili það þetta föstudagskvöld.
Þannig nú er bara um að gera að taka framm djammgallan og mæta í hörkustuði á Gaukinn!
Sjáumst þar,
LadyGay