Breakbeat.is er ekkert í neinu sumarfríi sko. Breakbeat.is klúbburinn er fluttur. Nú tjúttum við fyrsta fimmtudagskvöld mánaðarins í góðu plássu og öflugu hljóðkerfi á Sportkaffi [Ingólfstræti 5, 101 Reykjavík].

En þar eru liðsmenn Breakbeat.is búnir að koma sér fyrir með mánaðarleg Drum'N'Bass og breakbeat kvöld. Kvöldið í kvöld er sérstakt af því leitinu að til landsins hefur verið fenginn breskt stórstyrni sem kemur til með að slútta kvöldinu með látum eftir að Reynir og Kristinn fastaplötusnúðar Breakbeat.is og gestasnúðurinn DJ Heðinn Harðhaus hafa lokið sér af.

Miklar vangaveltur eru víst innan þéttasta stuðningshóp kvöldanna og menn hafa verið að pæla mikið í þessu… Sumir giska á High Contrast aðrir A-Sides…. hmmm……

Þetta er annað Breakbeat.is kvöldið sem er haldið á Sportkaffi, en staðurinn henntar einstaklega vel fyrir skemmtun af þessu tagi. Dúndur hljóðkerfi, stórt dansgólf og bjórinn á góðu verði eru allt atriði sem hjálpa til við að gera Breakbeat.is kvöldin að magnaðri skemmtun tónlistar og gleði.

Kvöldið í kvöld hefst kl 21:00 og stendur til 01:00, til að komast inn þarf fólk að hafa náð 18 ára aldri og er framvísun silríkja þess efnis skilyrði. Aðgangseyrir er litlar 500 krónur.

Bumba og Bassi
Sjáumst í kvöld !