Árslistinn minn þetta árið er með svolítið öðruvísi sniði heldur en síðustu ár. Í mörg ár hefur Drum‘n‘Bass átt hjarta mitt 100% og á tímabili sá ég ekki og vildi ekki sjá annað en DnB. Síðasta ár var alveg magnað ár fyrir stefnuna þar sem Instra:mental og dBridge tóku hana í allt aðra átt en ég hafði kynnst áður. Þá fannst mér það ekkert nema jákvætt mál og ég var mjög sáttur með þá þróun, hinsvegar hefur þetta ekki alveg farið í rétta átt að mínu mati og finnst mér allir vera að gera nákvæmlega það sama. Auðvitað er ein og ein útgáfa sem heillar ennþá en því miður er fjölbreytnin í lágmarki. Ég tók þá ákvörðun snemma árs 2010 að taka mér smá hlé frá DnB, bæði hvað varðar hlustun og production. Ég ákvað að kafa dýpra í stefnur eins og Dubstep, Techno, IDM og margt fleira. Í dag sé ég alls ekki eftir þessari ákvörðun minni og hef ég kynnst mjög mikið af nýjum artistum sem eru svo sannarlega að fylla upp í þetta gat sem DnB skildi eftir sig, ég er þó ekki að segja að DnB sé alveg vonlaust en miðað við þau útgáfufyrirtæki sem að eru að stjórna þeirri senu í dag er ekki mikið áhugavert í gangi.
Árslistinn í ár er því mjög frábrugðinn fyrri listum og fer á víð og dreif um senur raftónlistarinnar.
50. Digital Mystikz – Livin‘ Different (DMZ)
49. Illum Sphere – Titan (3024)
48. Enei – Z Grab (Med School)
47. Roska & Untold – Long Range (Numbers)
46. Duffstep – Know You (Saigon)
45. Pearson Sound – Higher (Darkestral Galaxicos)
44. Joe – Untitled (Apple Pips)
43. Heist – Over Again (Metalheadz Platinum)
42. VVV – Project Y (Fortified Audio)
41. Deadboy – Long Way 2 Go (Well Rounded)
40. Commix – Change (A Made Up Sound Remix) (Metalheadz)
39. Instra:mental – Let‘s Talk (Naked Lunch)
38. Desto – Broken Memory (Ramp)
37. Helios – First Dream Called Ocean (Stray Remix) (Med School)
36. SBTRKT & Sampha – Evening Glow (Ramp)
35. Ike Release – Iridescent (Infrasonics)
34. Scuba – Before (Hotflush)
33. Caribou – Odessa (City Slang)
32. Planas – Look Into My Eyes (Immerse)
31. Boddika - Syn Chron (Naked Lunch)
30. Donga & Blake – Grown Ups (Well Rounded)
29. Dub One – Wray (Ingredients)
28. James Blake – Give A Man A Rod (Hessle Audio)
27. XI – Light (Formant)
26. George Fitzgerald – Weakness (Hotflush)
25. Terror Danjah – Power Grid (Planet Mu)
24. Africa HiTech – How Does It Make You Feel (Warp)
23. A Made Up Sound – Alarm (A Made Up Sound)
22. Maya Jane Coles – Don‘t Tell Me (Real Tone)
21. Blawan – Iddy (Hessle Audio)
20. Actress – Senorita (Honest Jon‘s)
19. Cosmin TRG – Tower Block (Hemlock)
18. James Blake – Klavierwerke (R&S)
17. Flying Lotus – Do The Astral Plane (Warp)
16. Fantastic Mr. Fox – Evelyn (Black Acre)
15. Braiden – The Alps (Doldrums)
14. Mount Kimbie – Serged (FaltyDL Remix) (Hotflush)
13. Crystal Fighters – In The Summer (Sepalcure Dub) (Absolute)
12. James Blake – CMYK (R&S)
11. Untold – Come Follow Me (Soul Jazz)
10. Gongon & Bad Autopsy – Mag (Well Rounded)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=dHjibnKDjeU
9. Breach – Fatherless (Pattern)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=WJoQERWjgb8
8. Pariah – Railroad (R&S)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KVfDQX8ocGc
7. Kyle Hall – Kaychunk (Hyperdub)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=IxT7_jf7Z0k
6. Roska ft. Anesha – I Need Love (Rinse)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KPQrMNnvCGI
5. Mark Pritchard – Heavy As Stone (Deep Medi)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yVQnNfZPF_g
4. Elgato – Blue (Hessle Audio)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=16CN6Q028CE
3. Mount Kimbie – Mayor (Hotflush)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pGvuw4s01TU
2. James Blake – Limit To Your Love (Atlas)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=oOT2-OTebx0
1. Sepalcure – Love Pressure (Hotflush)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=oBp0EyMhCwE
Útgáfur ársins:
Ég ákvað að breyta til þetta árið með plötur ársins og hafa útgáfur ársins frekar. Þetta eru þær útgáfur sem ég hreifst hvað mest af.
1. Mount Kimbie – Crooks & Lovers (Hotflush)
2. Sepalcure – Love Pressure EP (Hotflush)
3. James Blake - CMYK EP (R&S)
4. Pariah – Safehouses EP (R&S)
5. James Blake - Klavierwerke EP (R&S)
6. Terror Danjah – Power Grid (Planet Mu)
7. Commix – Re:Call To Mind (Metalheadz)
8. Justice & Metro – 839 (MJAZZ)
9. Various - Cash Antics Vol. 2 (Well Rounded)
10. Caribou – Swim (City Slang)
Listamaður ársins:
Það voru mjög margir listamenn að gera góða hluti á árinu, sá sem stóð hvað mest upp úr að mínu mati var ungur Breti að nafni James Blake. Hann stundaði nám í Goldsmiths listaháskólanum í London og er tiltölulega nýútskrifaður þaðan. Ég veit að hann er píanó menntaður en hvort það er frá þessum tiltekna skóla veit ég ekki alveg.
Tónlistin hans James Blake er mjög sérstök og skrýtin á köflum, alltaf tekst honum þó að láta mann standa á öndinni, hvort sem hann er að nota sömpl, syngja sjálfur eða hreinlega bara spinna eitthvað upp á píanóið.
Þetta byrjaði allt árið 2009 þegar hann gaf út „Air Lack & Thereof“ á útgáfufyrirtækinu hans Untold, Hemlock. Síðan þá hefur hann verið mjög eftirsóttur og á þessu ári kom út mjög mikið af efni eftir hann. Hann gerði EP fyrir Hessle Audio, „The Bells Sketch“, tvo EP-a fyrir R&S, „CMYK EP“ og „Klavierwerke EP“, collab 12“ með Airhead sem kom út á Brainmath ásamt remixi af laginu „Maybes“ sem Mount Kimbie gáfu út á seinasta ári.
Ásamt þessum útgáfum kom hann fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í október þar sem hann spilaði fyrir stútfullu húsi á Venue, frábært sett það.
Í febrúar 2011 mun James Blake gefa út sína fyrstu breiðskífu sem ber nafnið „James Blake“, ég mæli eindregið með að fólk fylgist vel með þeirri útgáfu.
Label ársins:
Label ársins þetta árið var að mínu mati Hotflush sem kom með hverja stór-útgáfuna á fætur annarri. Hér að neðan má sjá lista yfir útgáfur sem mér fannst virkilega góðar:
Sepalcure – Love Pressure EP
Scuba – Triangulation LP
Mount Kimbie – Crooks & Lovers LP
Mount Kimbie – Remixes Pt. 1
Mount Kimbie – Remixes Pt. 2
George Fitzgerald – The Let Down / Weakness
Sigha – Shake
Nýliði ársins:
Nýliði ársins að þessu sinni er dúóið Sepalcure sem kemur frá Bandaríkjunum. Þessir piltar hafa verið að fá rosalega mikið DJ support frá stórum nöfnum í heiminum og fyrsta útgáfa þeirra „Love Pressure EP“ sem kom út á Hotflush er að skora hátt allsstaðar. Í vændum er annar EP frá þeim sem mun koma út á Hotflush núna í enda janúar.