Pendulum æðið byrjar 2002, þar sem þrír ástralskir tónlistarmenn með svipaðann bakrunn og tónlistarsmekk leiða saman hesta sína. Innblástur fengu þeir frá ýmsum áttum en aðalega vildu þeir búa til eitthvað sem þeim fannst vanta í nútímadanstónlist. Þessir snillingar sem mynda Pendulum hafa verið viðriðnir tónlist í mörg ár, Rob Swire, syngur, sér um hljómborð og býr til lögin ásamt Gareth McGrillen sem spilar á bassann í sveitinni. El Hornet sér svo um skífuskank Pendulum sveitarinnar, þar sem hann rakkar á milli Drum and bass, breakbeat með rafrænu ívafi sem teygir sig í hvern einasta kima danstónlistarinnar og skýtur Techno, Electro og Nurave tónum inn í settin sín.
Fyrsti smellur Pendulum var stórlagið “Vault” sem var af flestum talið besta drum and bass lag ársins 2003 en lagið sat á toppnum á árslista Breakbeat.is hérlendis og erlendis var það m.a. valið sem besta lagið í “Knowledge Magazine”. Eftir þetta var gatan greið fyrir Pendulum og hver hittarinn á fætur öðrum hrannaðist upp með ógnarhraða. Lagið “Another Planet” skaust í fyrsta sæti Breska danslistans árið 2004. En árið 2005 kom út fyrsta breiðskífa Pendulum sem bar nafnið “Hold your color” og er ein eftirminnilegasta plata í sögu danstónlistarinnar. Lögin “Slam”, Fasten your seatbelt“, Tarantule”, Out here“ og ”Hold your colour“ rokkuðu öll dansgólf og útvarpstöðvar heimsins af fullum krafti. Ekki nóg með það heldur spiluðu Pendulum út um heim allann sem plötusnúðar og komu fram Live á Glastonbury festival og ”Miami’s Ultra Music Festival“ sem aðalnúmerið. Lögin ”Painkiller“ og ” Bloodsugar“ fylgdu í kjölfarið ásamt lögunum ”Granite“ og ”Propan nightmare“ sem komu út á annari breiðskífu Pendulum. Það var þá sem Pendulum heimsótti Ísland og troðfylltu skemmtistaðinn Broadway í boði Techno.is.
Þriðja breiðskífa Pendulum, ”Immersion" kom út síðastliðinn maí mánuð og skaust beint á toppinn á Breiðskífulista Bretlands. Pendulum hafa aldrei verið jafn heitari en í dag og túra í kringum heiminn endilangann til að kynna nýju plötuna en þeir koma við á Íslandi 8.október til þess að hrista upp í landanum. Þetta er í 4 sinn sem Pendulum koma til Íslands og spila þeir á Nasa í boði Techno.is. Þetta er allt saman í tilefni nýrrar heimasíðu Techno.is sem lítur dagsins ljós í byrjun október. Plötusnúðarnir Exos, A.T.L og Plugg'd koma fram Live á tónleikunum. Miðasalan er hafin í Mohawks Kringlunni og kosta fyrstu miðarnir 2500 kr en fara svo hækkandi.