Í tilefni af 5 ára afmæli útvarpsstöðvarinnar Flass 104,5 höfum við fengið eina mestu goðsögn danstónlistarinnar og einn helsta áhrifavald útvarpsstöðvarinnar Flass 104,5, JUDGE JULES sem mun koma fram á NASA 21. April í boði Bacardi og Skór.is

Ásamt Judge Jules koma fram þetta kvöld:

Sindri BM (Flass 104,5) // Upphitun aðal svið
Frigore (Flass 104,5) // Upphitun aðal svið
Ghozt (Flex Music) // Efri hæð
EXOS (Techno.is) // Lokar aðalsviði með brjáluðu techno setti.


Forsala miða er hafin í verslunum Skór.is Kringlunni og Smáralind og inná Miði.is, miðaverð í forsölu er aðeins 2.500 kr.

Judge Jules hefur á sínum rúmlega 20 ára ferli komið víða við og slegið í gegn á öllum þeim sviðum sem hann hefur komið fram á.

Hann hefur ekki bara vakið athygli sem plötusnúður á stærstu klúbbum og tónleikahátíðum heims heldur er hann líklega einn þekktasti útvarps dj í heimi, en hann er með sinn eiginn vikulega þátt á BBC Radio1.

Árið 2006 gaf hann út breiðskífuna „Proven worldwide“ og 2009 „bring the noise“. Einnig hefur hann gefið út fleiri mixdiska en hann sjálfur hefur líklega tölu yfir allt frá árinu 1990.

Judge Jules er einnig maðurinn á bakvið Judgement Sunday‘s kvöldin, en það er eitt þekktasta party Ibiza.
Á judgement Sunday‘s kvöldunum hefur Jules fengið bestu plötusnúða heims til liðs við sig og eru allir alltaf til í að spila enda ekki ónýtt að ganga í augun á þessari goðsögn danssögunnar.

Komdu að dansa með Judge Jules, Flass Plötusnúðunum, Bacardi og skór.is