ATG Kynnir nýtt klúbbakvöld,
ATG Kynnir nýtt klúbbakvöld,“DO-ONE” á Jakobsen
6.mars.
Þeir sem mættu á Scream og Rusko á Nasa í boði “I
heart Reykjavík” vita hvaða geðveiki er í nánd. Nú
er á leiðinni einn ötulasti og virtasti Dubstep
tónlistarmaður og plötusnúður Bretlands og er
mikill heiður fyrir Íslendinga að berja þennan
mann augum en það er enginn annar en LOEFAH frá
DMZ. Við hvetjum fólk til að kynna sér þennan
meistara betur með lögum eins og “Disko Rekah”,
“System” og hans baneitraða remix af Search &
Destroy - Candyfloss (Loefah remix).
Einnig kemur fram “Klose One” sem er einn skærasti
plötusnúður London um þessar mundir, en hann
blandar saman Dubstep, 2Step, Bassline, Hip Hop,
Bashment, Breakbeat, Electro saman við eðal
danstónlist og rokkar ávalt dansgólfið hvert sem
hann fer.
Hin undurfagra ELVEE spilar einnig á þessum merka
atburð en hún er einn virtasti kvenkynsplötusnúður
innan Dubstep geirans. Hún hefur spilað tvívegis á
Íslandi á vegum ATG og er nú þegar orðin nokkuð
þekkt meðal íslenskra Dubstep aðdáenda.
Exos, Dj Thor og Impulze spila svo á efri hæðinni
í boði Thule Records en þeir eru stöðugt að
uppfæra gömlu útgáfurnar sínar í stafrænt form á
“Beatport”.
EKKI MISSA AF ÞESSU !