Stærsti Party Zone þáttur ársins verður fluttur á Rás 2 laugardagskvöldið 30.janúar. Þá verður dansánnáll ársins 2009 fluttur í árlegum extra löngum og veglegum PZ þætti. Efni þáttarins er einfalt, 50 bestu lög danstónlistarinnar verða flutt og farið yfir það helsta sem gerðist á árinu sem leið. Listinn byggir á vali hátt í 40 plötusnúða og áhrifafólks í danstónlistinni hér heima, PZ listum árins og vali hlustenda. Þátturinn hefst kl 19:30 og lýkur með topplagi árslistans laust fyrir miðnættið.


Við höfum ákveðið að halda árslistakvöld eins síðustu ár en með talsvert breyttu sniði. Planið er að halda risapartý og litlum stað. Við ætlum að halda það á besta dansbar landsins og höfuðvígi íslensku danssenunnar til að tryggja ósvikið sveitt partý þar sem við hóum saman öllum dyggustu partýdýrum borgarinnar og velunnurum þáttarins. Staðurinn er Kaffibarinn og fram koma hinir eldheitu Már & Nielsen í viðhafnarútgáfu ásamt sérstökum leynigestum.


Fylgist vel með framvindu mála næstu vikur.

Takið endilega þátt í árslistanum með því að senda okkur lista á pz@ruv.is eða á síðunni okkar á Facebook.
Já eða bara hér á Huga eins og vanalega….