Platan “Loud” frá Timo Maas var gefin út 11. mars. Þetta er allt öðruvísi tónlist heldur en maður hefur vanist frá kappanum, en er alveg að gera sig. Hérna er tracklistinn fyrir ykkur ;)
Disk 1 1. Help Me (Featuring Kelis) 2. Shifter 3. Manga 4. Hard Life
Disk 2 1. Like Love 2. Hash Driven 3. Old Skool Vibes 4. OCB
Disk 3 1. To Get Down 2. Caravan (Featurin Finley Quay) 3. Ubik 4. We Are Nothing
Já ég held að kappinn sé búinn að nota OCB helst til of mikið því það sem ég hef heyrt af þessari plötu er ekki nógu gott. Sjitt….honum tókst að breyta Ubik í einhverja ‘Lenny Kravitz goes eletronic’ steypu. Og þetta sem er svo gott lag. En ææ, kannski hin lögin eigi eftir að vera einhverjir gullmolar.
Hmm, var merkt sem það væri af Loud. En æi, PZ spiluðu eitt lag um daginn og ég var ekki að meika það heldur. Á örugglega eftir að verða ibiza þrumari ársins, en er bara ekki minn tebolli.
ég er að hlusta á diskinn. Mér finnst hann rokka feitt, þetta er greinilega línan sem er að koma. Ég kýs að kalla þetta Progressive-Breaks … Þetta er mjög í stíl við það sem Lee Burridge spilaði þegar hann kom. Sasha hefur líka verið að færast svoldið í þessa átt, ég heyrði sett með honum frá seinni hluta síðasta árs. Það var komið ansi mikið breakbeat/electro inn í það… Mér finnst ég líka greina mikil áhrif frá franska spaðanum Laurient Garnier… og auðvitað chemical bro's.
Þetta er auðvitað afleiðing af kynslóðaskiptum. Rokk er búið að vera sterk undanfarin 3-4 ár og það er verið að reyna að ná liðinu yfir… Þetta er góð leið til þess …
Þessi plata held ég að sé síðasta staðfestingin á því að þetta minimal progressive/trans Sasha/digweed/Global Underground sound er búið. . .
Ekki að þeir félagar og GU séu neitt búnir, síður en svo. Það er að brjóast fram nýtt sound sem er miklu meira afgerandi og opnara fyrir áhrifum frá öllum mögulegum og ómögulegum stöðum. Þegar maður hlustar á diskinn þá finnst manni eins og áhrifin komi frá óteljandi mörgum stöðum. . .
Ég held að Timo sé að takast það sem Chemical Brothers misstókst… Taka næsta skref.
Tja fyrst minnst er á prog breakz þá vildi ég spurja hvort einhver hefur heyrt Hybrid mixið af John Creamer + Stephane K feat. Oliver Twisted - I Love You ? Damn það rokkar feitt.
Ég fékk tracklistann á www.homebass.ca, þar stóð reyndar ekki (Featuring) dótið, þannig að hann er kannski ekki 100%. Ég er líka farinn að efast um þetta 3ja diska júnit, kannski átti það að vera fyrir výnilinn, því að lögin passa fínt á CD.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..