Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá sendi rafstuðhljómsveitin SYKUR frá sér sína fyrstu plötu, „Frábært eða frábært“ þann 14. október síðastliðinn. Platan er búin að fá frábæra dóma, 4 stjörnur hjá bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu þar sem hún er sögð með betri plötum ársins.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, heimurinn snúist í marga hringi og fullt af hunangi verið borðað.

Nú er hinsvegar kominn tími til að fagna útgáfunni almennilega og ætla hljómsveitameðlimir að bjóða gestum og gangandi á heimili sitt, nánar tiltekið á BATTERÍIÐ. Þar ætla SYKUR, ásamt öðrum góðum gestum, að slá upp útgáfupartíi og er þér boðið að koma og dansa, borða sykur og búðing og gleyma áhyggjum lífsins.

Fjörið getur þú svo tekið með þér heim á geisladiski, en þeir verða þar til sölu á frábæru (eða frábæru) verði.

*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

BERNDSEN sér um upphitun. Hann mun leika á alls oddi og aldrei er að vita nema hann taki nokkur töfrabrögð í bland við sína mjög svo dansvænu tónlist.

En þetta er ekki allt; því þegar sólin verður sem lægst á lofti verður happadrætti þar sem veglegir vinningar verða í boði, en aðgöngumiði gildir einnig sem happdrættismiði.

Gleðin hefst á miðnætti á öðrum í jólum (26. desember) og kostar 500 krónur inn á gleðina - selt við inngang.


http://www.facebook.com/event.php?eid=250448524552&ref=ts