
Dúettinn Leftfield var stofnaður árið 1990 og fimm árum seinna sendu þeir frá sér tímamótaverkið ‘Leftism’. Sú skífa er af mörgum talin vera ein sú allra besta sem gerð hefur verið í raftónlist. Árið 2000 sendu Leftfield svo frá sér ‘Rhythm And Stealth’, ágætisskífu, sem þó náði ekki að standa undir væntingum þeirra sem áttu von á öðru viðlíka meistarastykki og ‘Leftism’ er.
Heimildir:
http://www.nme.com
http://www.leftfield-online.com