Nu rétt í þessu bárust þær fréttir að Lee Burridge væri á leiðinni á klakann og mun kappinn þeyta skífum þann 24. apríl, en það er á sunnudagskvöldi fyrir sumardaginn fyrsta. Þannig að það er engin vinna næsta dag! =D
Þetta er ekki í 1. skipti sem hann kemur til Íslands til að spila en hann spilaði á Thomsen í fyrra sumar. Það verður Don-inn Dj Grétar sem mun hita upp fyrir Burridge og þýðir það verða gæði að gæðum ofan í tónlistinni þetta kvöld.
Loksins er eitthvað að gerast í klúbbamenningu Reykjavíkur eftir mikla og langa lægð. Ég hvet alla til að mæta og láta sjá sig og sjá aðra á Gauk á stöng sunnudaginn 24. apríl.