Marco Bailey tryllir Nasa 18.júli.
Forsalan er hafin í Mohawks…


Eftir 15 ára erfiðis vinnu og þrautsegju hefur belgíski plötusnúðurinn Marco Bailey sýnt að hann á aðeins heima í hópi þeirra bestu. Þetta fór ekki framhjá aðal manninum Carl Cox sem bað hann um að koma til liðs við sig og gefa út á plötuútgáfu sinni Intec Rec. Undanfarinn áratug gaf hann svo út á Primate, Zync and Tortured og sannaði klárlega að hann á vel heima í tónlistarframleiðslu. Eftir það kom hann á laggirnar MB Elektronics & MB Selektions og fór að gefa út hágæða tóna eftir td, Adam Beyer, David Carreta, Claude Young, Umek, Mark Broom og Ben Sims. Árið 2000 tók hann höndum saman við spænska stoltið Cristian Varela og komu þeir á fót Pornographic Recordings sem er ein af virtari plötuútgáfunum í bransanum. Sú plötuútgáfa hefur gefið út tónlist eftir listamenn eins og Tim Baker, Oxia, Tom Hades og Redhead.
Tónlst eftir Marco Bailey sjálfan sést mjög oft í lagalistum hjá td, Carl Cox, Chris Liebing, Jeff Mills and Sven Wittekind. Ekki láta samt lista með stórum og frægum nöfnum afvega þig, Marco Bailey er sjálfgerður maður, fullur af metnaði með einn tilgang að leiðarljósi. Og sá tilgangur er að skemmta fólki sem kann að meta alvöru techno tónlist og það er nákvæmlega það sem hann hefur verið að gera öll þessi ár, ferðast frá vestur til austrurs og til baka aftur og haldið dansgólfum fullum af fólki og stemningunni í botni alla leið frá Rio til Tokyo.

Techno.is mælir með að fólk kynnir sér lög eftir Marco Bailey td:
Spiderweb,
Wave Reset,
A Tale About Me & Myself,
Siestanyol.

Einnig er vel þess virði að fara í gegnum 160 Minutes Of Marco Bailey sem er örugglega besta safnplatan hans.