Beatport.com & Techno.is kynna
Thule Records útgáfuparty á Jacobsen 26.Júní

Snúðar kvöldsins verða:
DJ Ozy
Plugg´d DJ Set
DJ Thor
DJ Hunk of a Man aka. Maggi Lego
DJ A.T.L.

Í tilefni af digital endurútgáfu Thule Musik útgáfunar hjá www.beatport.com verðu haldið mega Deep House og Minimal Techno party á Jacobsen 26. Júní.

Þeir sem koma snemma fá Mix-Disk frá Thule Records



Thule Musik var stofnað 1995 og var fyrsta íslenska plötuútgáfan til að sérhæfa sig í útgáfu á danstónlist. Stofnandi útgáfunnar heitir Þórhallur Skúlason, betur þekktur undir nafninu DJ Thor og hefur oft verið kallaður guðfaðir raftónlilstarsenunnar á íslandi. Hann er einnig fyrrum meðlimur rafdúettsins goðsagnakennda, Ajax ásamt Biogen
Í fyrstu einblíndi Thule fyrst og fremst á útgáfu á Techno, House og Electro og á þeim áttá árum sem útgáfan starfaði gaf hún út ríflega 65 plötur. Þar má finna útgáfur á listamönnum eins og , THOR, EXOS, SANASOL, BIOGEN, OZY, YAGYA OG HERB LEGOWITZ