Techno.is kynnir Tomcraft á Nasa 6.júní.
TOMCRAFT (Thomas Brückner ) er einn af frumkvöðlum danstónlistar-senunnar allt frá árinu 1995 til dagsins í dag. Hefur hann rutt brautina með alræmdum lögum eins og “This Is No House”, “The Mission”, “Silence”, “Prozac”, “Dirty Sanchez” og “Quelle Heure Est-II” og plötum eins og “All I Got”(2001), “MUC”(2003) og “HyperSexyConsious”(2006). Ört vaxandi hópur aðdáenda um allan heim sér til þess að þessi plötusnúður á sjaldan frí. Er hann stíft bókaður um allan heim allt frá Bandaríkjunum til Japan en er einnig mjög virtur og vinsæll í eigin landi, Þýskalandi.
Mætti kannski segja að smellurinn “Loneliness” sem hann gaf frá sér árið2002 hafi verið aðal ástæða fyrir vinsældum hans í dag en það lag rauk beint í fyrsta sæti á breskum vinsældarlistum . Upp að því hafði TOMCRAFT aðeins verið þekktur innan klúbba-senunnar en með þessu lagi jukust vinsældir hans á meðal almennings til muna án þess að hann sviki senuna.
Hefur TOMCRAFT unnið með tónlistarmönnum eins og Jimmy Pop úr Bloodhound Gang en lánaði hann honum rödd sína við lagið “Calling Danny Boy” einnig gerði Xavier Naidoo það sama fyrir hann við lagið “People Like Them”. Með lögum sem þessum tókst kappanum opna ný eyru, hjörtu og tækifæri.
Árið 2003 kom TOMCRAFT upp sinni fyrstu plötuútgáfu “Great Stuff Recordings” . Árið 2005 kom hann á fót “Craft Music” og ruddi þar með brautina fyrir heimsfrægum listamönnum eins og GusGus, The Egg, Rockers Hi-Fi, Lützenkirchen og Oliver Koletzki og skaut þeim á stjörnuhimininn á stjarnfræðilega stuttum tíma. Má með sanni segja að TOMCRAFT hefur marga fjöruna sopið, frá því að vera trance-tröllið sem hann var í það að tala flest tungumál danstónlistarinnar í dag með metnaðinn frá techno til electro.
Tomcraft spilar á Nasa laugardaginn 6.júni ásamt Exos og D.J. A.T.L.