Vefsíðan Dansidans.com var sett á fót um daginn og er ætlunin að
fjalla þar um raf- og danstónlist á íslensku. Síðan hefur verið opin
öllum um nokkurt skeið en í dag verður henni opinberlega fylgt úr
hlaði með DansiDans hlaðvarpinu. Í hlaðvarpinu er ætlunin að leyfa
íslenskum snúðum að sýna takta og tækni og er fyrsta syrpan fyrirtaks
hús mix frá Jónfrí. En mixið er hægt að nálgast á þessari slóð :http://feeds2.feedburner.com/dansidans

Efni og efnistök verða að sjálfsögðu eftir smekk stjórnenda en þó
ætlum við að reyna að spanna vítt og breytt svið, fjalla um hina ýmsu
geira, stefnur og svið. Vonandi verður ekkert sem við kemur góðri raf-
og danstónlist okkur óviðkomandi. Meðal fastra liða sem þegar eru
farnir í gang eru Syrpu Syrpur þar sem við tökum til góð dj mix sem
hafa orðið á vegi okkar á veraldarvefnum síðustu daga og Helgin þar
sem við lítum á hvað er að gerast í skemmtanalífi landans. Þá eru
einnig hefðbundnari þættir á borð við plötudóma, djammrýni, topp lista
og fréttir.

Virkni í athugasemdum er vel þegin, enda er eitt af meginmarkmiðum
síðunar að skapa frekari umræður um íslenska raftónlist og þá menningu
sem henni fylgir. Sömu sögu er að segja um traffík og linka á síðuna
(sem mögulega er hægt að endurgjalda). Athugasemdum, ábendingum, óskumog öllu öðru tengdu síðunni má koma á framfæri á
dansidans@dansidans.com.