Nýjir tímar…
- Síðasta ár er gott dæmi um óhefðbundið ár. Yfir heiminn
dundu ógnvænlegir atburðir með árásunum á Bandaríkin
11.september, efnahagsmálin tóku ágætis dýfu og uppsagnir
urðu að næstum daglegum hlut í stórum sem smáum
fyrirtækjum og stofnunum. Með þess-konar áföll í
heimsmálum virðist eitt listform hafa sloppið mjög vel úr
kreppunni; tónlistin. Sama hvað á dynur, keppast menn um að
koma sér og sínum á framfæri, alveg sama þótt litlir séu
hæfileikarnir. Í mörgum tilfell-um þó er á ferðinni tónlist sem
hefur eitthvað að segja annað en “ég vil peningana þína”.
Undirtónar hafa frá upphafi reynt að fylgja sannfæringu sinni
um að góða tónlist eigi frekar að upphefja á síðum blaðsins
frekar en meðalmennskuna sjálfa. Við höfum sankað að
okkur fólki sem veit hvað það syngur, hvort sem það eru
rokkræflar eða teknótæfur. Árið 2001 var um margt gott fyrir
tónlistarunn-endur og höfum við séð andlit og bönd eins og
Múm, Kanada, Egil S., Coldplay, Aphex Twin og Björk á forsíðu
blaðsins. Þetta fólk á það sameiginlegt að það hefur skapað
sér sérstöðu í heimi tónlistarinnar og er því gott dæmi um
þessa sannfæringu okkar.
Í þessu fyrsta blaði ársins gerum við upp árið 2001 eins og
það leggur sig, hvort sem litið er á tónlist, menningu, tækni,
tölvuleiki eða kvikmyndir. Í blaðinu er einnig að finna
upplýsingar um árslista Undirtóna 2001, en hann getið þið
lesendur góðir verið með í að velja. Kíkið við á bls. 25 og sjáið
hvað málið snýst um. Annars óskum við hjá Undirtónum ykkur
til hamingju með nýtt ár og vonandi að árið 2002 verði gott við
ykkur.
“Prófaðu að stinga þumalfingri inn í bossann, vísifingrinum í
skonsuna og smelltu fingrum. Ég hef áreiðanlegar heimildir
fyrir því að þetta geri skvísurnar alveg óðar.” (bls. 18 og 19)
“Dreifingarfyrirtæki í Englandi eru byrjuð að taka við sér, sem
er mjög gott, því maður getur mjög auðveldlega gleymst á
einhverju skrifborði við hliðina á David Bowie.” (bls. 17)
“Og nú þegar þessi Björk-túr er búinn og við tökum upp á því
að túra sjálfir að nýju, er það þetta sem bíður okkar aftur;
bjórmiðar, léleg hótel, litlir sendiferðabílar og engir peningar.”
(bls. 10)
“Já, við þurftum að kaupa upp allan barinn því það var enginn
nógu gamall til þess að vera þarna inni, þannig að honum var
lokað. Þetta kostaði okkur 130 þúsund kall.” (bls. 22)
kveðja, Undirtónar
PS. Það er flott að fá krítík á blaðið hérna á Hugi.is. Við
fylgjumst með því sem fólk er að pæla og tökum eitthvað af því
til frekari umhugsunar. Best er ef að fólk getur verið dálítið
málefnalegt og skýrt í því sem það er að hrósa eða kvarta yfir,
því að annars er ómögulegt að skilja hvað sumir eru að reyna
að segja. Takk fyrir!