Plötusnúður #9 - Accent Gauti Gunnlaugsson heiti ég og ég kalla mig Dj Accent :) Ég er 16 ára drengur (92 Módel) sem býr á Vatnsenda í Kópavoginum og geng í Verzló og ég hef mjög mikinn áhuga á Techno tónlist og allt sem tengist henni. Ég skemmti mér oft við að gera mismunandi mix og prófa eitthvað nýtt.

Ég er búinn að vera að snúðast í bara nokkra mánuði en hef brennandi áhuga á þessu og minn næst stærsti draumur er að geta spilað einhvertíman á einhverjum klúbb en minn stærsti er að vinna þessa keppni og koma framm á x-inu því það væri frábært kickstart áfram í þessum bransa =)

Þetta er á digital formi. Ég sá nú ekki mikinn tilgang í að senda mynd af búnaðinum þar sem ég er bara með borðtölvu og Traktor 3 í því og ég nota það alltaf og geri öll mixin mín live því mér finnst ég læra lang mest á því, það er soldið erfitt að vera ekki með neitt nema músina og lyklaborðið en ég fer að kaupa mér eitthvað stuff en mér finnst það bara sýna að ég hef virkilegan hæfileika bara með því að geta bara notað músina og lyklaborðið og samt náð þessu öllu svona vel saman.

Mér finnst gaman að nota effecta og að prófa eitthvað nýtt og frumlegt og að skera mig út úr hópnum með því að gera ekki allt hefðbundið og ekki spila bara venjuleg lög.
Mínir helstu áhrifavaldar mundu vera Dubfire, Deadmau5, Wolfgang Gartner, Adam K, Kamui, Booka Shade, John Dahlback, Joachim Garraud, Dirty South, Hi-Tack, Plugg'd, Justice, Klaas, Lutzenkirchen, Steve Angello, Trentemoller, Marco Bailey, Pryda og Sander Van Doorn.

Þessi syrpa inniheldur House, Electro House, Minimal og svo skjéllti ég einu indversku lagi þarna inn í tilraunarskyni, alltaf gaman að vera soldið frumlegur.

Það þarf að downloada en það tekur enga stund og þetta er ekki beint að fara að fylla tölvuna þína.

Syrpa: http://www.turboupload.com/files/get/u6T6rH1Tly/flex-mixid-dj-accent.wma

Flokkur: Digital.
Notast var við: Traktor.

Lagalisti:
Le Duc - Touareg
Cirez D - Stockholm Marathon
Le Duc - Touareg
Fergie - Bytheby
Dubfire - Grindhouse (Terror Planet Remix)
Overzero - In My Bedroom (J Nitti Remix)
Antoine Clamaran - Get Down
Spencer & Hill - Housebeat
Patrick Bryce - Papercut (Klaas & Micha Moor Remix)
Marc Bailey & Tom Hades - Avalon
Energy 52 - Cafe Del Mar (Michael Woods Remix)
Male Model Machine - Voodoo (Cheshire Chatz Remix)
Hell Ektrik - Bulls On Parade
Spartaque - True Code (Promo Edit)
Emilio Fernandez - Reynosa

Le Duc - Touareg kemur tvisvar fyrir og því setti ég það tvisvar í lagalistann.

——————————————————-

Þessi syrpa er í hópi þeirra sem taka þátt í plötusnúðakeppni Flex Music. Þú getur skráð þig til leiks með því að senda inn póst á flex@flex.is - Hér fyrir neðan fáið þið svo tækifæri til þess að tjá ykkur um syrpuna.

Eftir áramót kemur svo inn könnun hér sem stendur yfir í nokkrar vikur sem mun kunngera sigurvegara.

——————————————————-