Plötusnúður #7 - Bjarni Ég, Bjarni, byrjaði að spá í þessari syrpu í byrjun desember þegar ég var að klára prófin, ætlaði að hafa house/techno theme og var kominn með nokkra íslenska dubs frá góðum gæjum eins og Jónfri og Leópold svo einhverjir séu nefndir. Ætlaði upphaflega að notast við CDJ's og tók upp mixið einu sinni en það var ekki hægt að hlusta á það því það skruðaði svo mikið í upptökunni svo að ég ákvað að tékka á hljóðkortinu mínu sem núna er alveg dautt. Eftir það var ég eiginlega búinn að beila á þessa keppni.

Í gær var ég svo að setja saman árslistann minn fyrir drum'n'bass á árinu og datt í einhvern mix gír núna áðan þar sem ég gerði þetta fína drum'n'bass mix sem er mjög árslista influenced. Byrjar á remixi frá Rufige Kru sem var fríkeypis á DogsOnAcid síðunni og síðan fer ég yfir í party-gírinn en dett síðan aftur niður í rólegheit og svo pumpa ég allt í botn í endann aftur. Til gamans má geta að engin headphones voru notuð við gerð þessa mix haha, hljóðkortið ónýtt svo ég mixaði bara í mónitorunum.

Hver er: Bjarni Rafn Kjartansson

Hvaðan er hann: Egilsstaðir

Hvað hefur hann snúðast lengi: Byrjaði á tölvu svona 2006 og notaðist við Traktor, fékk mér CDJ's og mixer í feb 2008 og svo SL núna í ágúst.

Helstu áhrifavaldar: Breakbeat.is og nokkrir aðrir meistarar.

Syrpa: http://mp3.breakbeat.is/breakbeat/bjarni/mix/bjarni_-_flexible.mp3

Flokkur: Non-Digital.
Notast var við: Traktor, Pioneer CDJ1000, Techncis SL1210.

Lagalisti:
1. Ian Brown - Illegal Attacks (Rufige Kru Remix)
2. S.P.Y. & Kiat - Close Encounters
3. ST.Files - EightSix
4. Mixmaster Doc - Mr. Scott
5. Mosus - Heavier Than Heaven
6. Zero T & Icicle ft. Steo - Go 4 Yours
7. Saburuko - Warped (Instra:mental Remix)
8. Commix - Underwater Scene
9. Calibre - U Could Dance
10. Nu:Tone & Logistics - Trademark

——————————————————-

Þessi syrpa er í hópi þeirra sem taka þátt í plötusnúðakeppni Flex Music. Þú getur skráð þig til leiks með því að senda inn póst á flex@flex.is - Hér fyrir neðan fáið þið svo tækifæri til þess að tjá ykkur um syrpuna.

Eftir áramót kemur svo inn könnun hér sem stendur yfir í nokkrar vikur sem mun kunngera sigurvegara.

——————————————————-