Plötusnúður #6 - ViktorB (Coco) Ég,ViktorB, byrjaði að hlusta á danstónlist fyrir mörgum árum síðan ef það var ekki fyrr en um áramótin 06/07 þar sem ég fékk veiruna en í áramótapartýi á Akureyri sá ég tvo snáða þeyta plötum og þá vissi ég upp á hár hvað mig langaði að gera. Ég byrjaði að eyða pening í danstónlist eins og enginn væri morgundagurinn en það var ekki fyrr en í byrjun ársins 2008 sem ég byrjaði að mixa með hjálp forritsins Traktor 3. Stuttu seinna byrjaði ég að safna fyrir almennilegum tólum og í dag notast ég við Macbook Pro, DJM-400 og CDJ-1000mk1 (sem fyrr var í herbúðum ykkar (Flex manna)). Þrátt fyrir græjurnar notaði ég einungis Traktor 3 til þess að taka upp þetta mix en mér finnst þægilegra að geta “séð” lögin og þar af leiðandi mixað þau skemmtilegra saman. Ég hef búið víða (Húsavík, Hvammstangi, Reykjavík, Svíþjóð, Danmörk) en bý núna með fjölskyldunni í Hafnarfirðinum.

Syrpan sem ég sendi inn er frekar mikið pumpandi tech house/techno set og þegar ég valdi lagalistann þá var það mér fremst í huga að spila það sem ég vil heyra sjálfur á gólfinu, en Nikitin & Semikashev lögin og Grindhouse Dubfire Remixið er eitthvað sem ég bara einfaldlega gat ekki sleppt :)

Helstu áhrifavaldar: Impulce & Egner (Hugsandi Danstónlist, 4X4 - Lengi lifi Barinn), Barcode, Flex, D. Ramirez, Deadmau5, Mauro Picotto, The Chemical Brothers, Daft Punk, Dubfire, Breakbeat.is

Syrpa: http://rapidshare.de/files/41242890/ViktorB-Flexkeppni.mp3.html

Flokkur: Digital.
Notast var við: Traktor, MacBook Pro, Pioneer DJM400.

Lagalisti:
1. Nikitin & Semikashev - Reflection Vector
2. Milton Channels - You Lose
3. Matt Star - Kuhle Fliege (Hugo Remix)
4. Nikitin & Semikashev - Alarmstufe Rot
5. D. Ramirez - Physiological Rhythms (The Dark Night Mix)
6. PTFA aka Paul Thomas & Funkagenda - Thrapp (Marco G & Amin Golestan Remix)
7. Radio Slave - Grindhouse feat. Danton Eeprom (Dubfire Terror Planet Remix)
8. Marc Romboy - Karambolage (Martin Eyerer Remix)
9. M.N.L & Jhon Doe - Blueberry (Alex Young Tutti Fruti Mix)
10. H2 - Wobble
11. John Rundell - Dawn Raid (Sander Van Doorn Remix)
12. Radio Slave - Rj
13. Marco Bailey & Tom Hades - Brightness

——————————————————-

Þessi syrpa er í hópi þeirra sem taka þátt í plötusnúðakeppni Flex Music. Þú getur skráð þig til leiks með því að senda inn póst á flex@flex.is - Hér fyrir neðan fáið þið svo tækifæri til þess að tjá ykkur um syrpuna.

Eftir áramót kemur svo inn könnun hér sem stendur yfir í nokkrar vikur sem mun kunngera sigurvegara.

——————————————————-