Plötusnúðar og tónlistarmenn sem eru þarna úti og hafa áhuga á að koma fram í útvarpi geta tekið þátt í skemmtilegri keppni.
Það eina sem þú þarft að gera er að senda inn slóð að syrpu á flex@flex.is sem er 30 - 60 mín að lengd. Í póstinum þarf að taka fram hvernig syrpan var sett saman, þaes. hvernig búnaður var notaður. Gaman væri að fá mynd af aðstöðunni en það er ekki nauðsynlegt.
Einnig þarf að koma fram eftirfarandi:
Mynd af viðkomandi eða logo:
Hver er:
Hvaðan er hann:
Hvað hefur hann snúðast lengi:
Hverjir eru hans helstu áhrifavaldar:
Smá texti um syrpuna:
Lagalisti syrpunnar:
Slóð að syrpunni:
Flokkarnir eru tveir. Annars vegar digital (syrpur settar saman í Ableton Live t.d.) og mix (syrpur settar saman með CD eða vinyl).
Þegar skráningu er lokið - þá fer fram kosning á
http://www.hugi.is/danstonlist og sá sem hlýtur flest atkvæði sigrar! Einfalt.
Sigurvegarinn fær að koma fram í beinni útsendingu í Flex á X-inu 977 eftir áramót.