Á laugardaginn hefjum við fyrsta Remix Session þáttarins sem við kynntum hér í upphafi vetrar. Þessi dagskrárliður gengur út á það að við fáum í hendur multitrakkana eða partana af íslenskri dægurperlu og gefum tónlistarmönnum nútímans tækifæri að vinna með lagið og gera nýja útgáfu af laginu, hvort sem það er re-edit, re-make eða re-mix. Fyrsta viðfangsefnið verður 80´s perlan Can´t Walk Away með Herberti Guðmundssyni.


Þegar hafa nokkrar af helstu kannónum raftónlistarsenunnar sótt um að fá að vera með. Það er pláss fyrir örfáa í víðbót og er áhugasömum bent á að senda okkur tölvupóst….Netfangið er pz@ruv.is.



Í þættinum á næsta laugardag er ætlunin að setja þetta af stað. Við fáum Herbert í viðtal og ræðum við hann um lagið og síðan munum við í kjölfarið kynna reglu sessionsins.



Fylgist því vel með á laugardaginn. Þetta verður stuð.