Liðsmenn Techno.is kynna stoltir komu hollensku goðsagnarinnar Marco V hingað til lands á árshátíð Techno.is. Að þessu sinni varð skemmtistaðurinn Nasa fyrir valinu, en staðnum verður breytt í Techno.is höll þetta kvöld. Techno.is mun bjóða upp á bætt hljóð- og ljósakerfi. Heiðursgestur kvöldsins er enginn annar en Marco V, en hann hefur undanfarin ár verið eitt aðal nafnið á Sensation og Trance Energy.
Ef ætlun okkar væri að upplifa fullkomnun í danstónlist þyrftum við að taka nokkra hluti til greina. Meðal annars; þekkingu, ástríðu og innihald, þegar allir þessir hlutir hafa verið settir saman komumst við öll að sameiginlegri niðurstöðu, MARCO V. Eins og margar aðrar stórstjörnur í dansheiminum er Marco fæddur og uppalin í Hollandi. Hann er hógvær og jarðbundinn fjölskyldumaður með óslökkvanlegan losta fyrir tónlist. Hann kom inn á sjónarsviðið ungur að aldri enda aldrei spurning hvaða leið Marco átti eftir að velja sér í lífinu.
Restin er óneitanlega saga danstónlistar, saga sem Marco hefur meðal annara mótað og breytir með hverri vel úthugsaðri hreyfingu. Fáir plötusnúðar hafa gert jafn mikið af því að draga fram á sjónarsviðið unga og efnilega plötusnúða. Á meðan hann fyllir tónlistarmenn innblástri, hefur honum verið lýst sem plötusnúði plötusnúðanna og fylgjast aðrir starfsbræður hans grannt með því sem hann gerir bæði í stúdíóinu sem og á bak við spilarana. Allt er þetta vitnisburður um hans frábæra smekk og óneitanlega hæfileika.
Til að vera í fremstu röð þarftu að aðlaga þig nýjum tískum og stílum og er Marco V meistarinn í því. Á bak við spilarana heldur hann áhorfendum í gíslingu með slíkum stíl að ekki er hægt að lýsa með orðum, spilandi allt frá grimmu Electro-i upp í drífandi techno og hærra. Ef þú ferðast um heiminn og ferð á flottustu klúbba heims verður erfitt að finna einn sem ekki hefur fengið að finna fyrir kröftum Marco V.
Stúdíóið hans hefur gefið frá sér fjöldann allan af lögum sem ekki er hægt að titla neitt annað en dansþjóðsöngva. Frá Klassíkum á borð við Indicator, Simulated og Godd að Second bite, More than a life away og Red Blue Purple. Einnig hefur hann getið sér gott orð við að endurlífga klassísk danslög eins og Café del mar og Loops & Tings Relooped. Í dag er listinn yfir útgefið efni orðin ansi langur og ætti að vera öfund allra plötusnúða.
Ástríða og fullkomnunarárátta skína í gegnum allt sem hann gerir. Combi:Nations mix serían hans hefur notið gríðarlegrar velgengni og hefur gefið hlustendum innsýn inn í hugarheim Marco. Breiðskýfan hans 200V fangaði hug og hjörtu danstónlistarunnenda um heim allan og skaut honum í spilun á BBC Radio 1. Nú árið 2008 sér fyrir nýrri plötu frá Marco og nýjum smáskífum, allt þetta heggur að sjálfsögðu skörð í dans söguna.
Snillingur, frumkvöðull, goðsögn, kallaðu þessum orðum í átt að Marco og hann mun kasta þeim af sér með vandræðalegu brosi, enda vanur að heyra það. Sumt fólk er fætt með tónlist í sínu blóði og er það alveg ljóst að Marco er einn af þeim. Kamelljón í tónlist með blossa sem aldrei slokknar. Ár eftir ár heldur hann áfram og það er engu líkara en saga Marco V sé rétt að byrja.
Liðsmenn Techno.is kynna því með miklu stolti Marco V eitt aðal nafnið á Sensation og Trance Energy síðustu ár á árshátíð sína á skemmtistaðnum Nasa 15. Nóvember. Ásamt MARCO V koma fram plötusnúðar techno.is. Allt verður gert til að koma staðnum í hátíðarbúning til að gera þessa árshátíð ekki síðri en 2007 þar sem Dj Tiesto spilaði.
Meira um Marco V.
Marco V.
Ef við skilgreinum hugtakið ‘danstónlistar aðdáandi’ þá fáum við út nokkra þætti: þekkingu, ástríðu og trúverðuleika. Ef þetta er allt sett saman þá færðu út manneskju eins og Marco V. Eins og margir heimsfrægir plötusnúðar þá er Marco fæddur og alinn upp í Hollandi. Hann er hógvær og jarðbundinn fjölskyldu maður með óþreytanlegu ástríðu fyrir tónlist. Fundinn á sviðinu ungur að aldri, var það alveg frá byrjun hvaða stefnu Marco myndi taka.
Restin eins og aðrir segja er danstónlistar sagan, en sagan sem Marco hefur ekki mótað en mun halda áfram að greina með hverju skrefi fyrir sig. Fáir plötusnúðar hafa gert meira en Marco til að draga inn nýja hæfileika á svið danstónlistar stefnuna. Á meðan hann gefur áhrif á nýja tónlist , hefur honum samt verið lýst sem plötusnúði plötusnúðana með mörgum félugum hans í bransanum dæmt eftir því hvað hann gerir í studio-inu og fyrir aftann spilarann - þetta er sannleikur af hinni ótrúlegu stefnu og sýndum hæfileika.
Til að vera á hærri stigum heldur en margir plötusnúðar þá verður maður að fylgja stefnunni sem breytist og Marco er meistari í því. Á ‘Deck’-inu hefur hann fullkomna stjórn á fólkinu í ólýsanlegri hegðun , því breytir hann stefnunni frá brjáluðu electro í þungt techno. Ef farið væri um heiminn myndiru ekki finna klúbb sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum hans.
Í studio-inu hans hefur ómað fleiri lög heldur en á alþjóðlegum fótbolta leikvangi. Frá klassísku eins og ‘Indicator’, ‘Simulated’ and ‘Godd’ til nútima lögs eins og ‘Secont bite’, ‘More Than A Life Away’ og ‘Red Blue Purple’ ásamt nýjum lögum hans ‘Café Del Mar’ og ‘Loops & Tings Relooped’ skilur hann eftir sig för sem fáir geta stigið í.
Ástríða hans á fullkomnun hefur skinið í gegnum nánast allt sem hann gerir. Hans Combi:Nations mix series hefur verið gríðarlegur og auglýsingavænn árangur , sem gefur hlustendum algjöra nýja hlið af Marco. Nýjasta platan hans 200V var mjög árangursrík og náði honum á stærstu techno útvarpsstöð bretlands Radio 1. Árið 2008 kom þriðja platan hans og sum ‘single’ lög með honum.
Snillingur, brautryðjandi og ódauðleg goðsögn - hefur honum verið lýst af mörgum plötusnúðum og Marco sendir þeim til baka bestu þakkir til fólks sem hefur ánægju að hlusta á hann. Þetta eru orð sem reglulega eru notuð til að lýsa honum þegar hann er nefndur á nafn. Sumir einstaklingar eru fæddir með tónlist í æðunum og Marco er einn af þeim, ár eftir ár finnst fólki eins og hann sé bara nýbyrjaðir á ferli sínum!
Techno.is