Í dag er merkisdagur.

Í dag kemur út nýr diskur með hinum guðdómlegu Chemical Brothers. Er þetta fjórði diskurinn með þeim, á eftir

Exit Planet Dust

Dig Your own Hole

og
Surrender.

Ég tók smá forskot á sæluna og náði í diskinn í heild sinni á netinu, og…




…varð fyrir vonbrigðum.

Þetta tvíeyki, sem að er ástæðan fyrir því að ég byrjaði að hlusta á raftónlistarlög í fyrsta lagi, er að fara út af laginu.

Fyrstu diskarnir þrír eru frábær samsuða af breikbíti og big bít, tímalaus meistaraverk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

En því miður virðist hús-djöfullinn vera farinn að ná tökum á bræðrunum. Ég ætla hér að fara í gegnum lögin: (ég veit þó ekki nöfnin á þeim öllum)

1. Undarlegt sýrukennt danslag með funkí breiki (man ekki alveg hvaðan).

2. Galaxy Bounce: Lag sem allir þekkja. Yndislegur hoppiskoppi bassi og einfaldur þungur taktur og fucked-up vocal.

3. Star Guitar: Nú byrjar húsið! Þetta er skásta 4/4 bassatrommulagið á plötunni. Angurvært söngsampl er eyðilagt af hræðilega cheap 909/808 klöppum. Lag sem venst þó við hlustun.

4. Fallegur samplaður gítar með 808 takt undir

5. SKÍTUGUR BASSI með dáldið of klipptum takti. Nokkrir kúl kaflar í anda við síðasta lagið á Dig Your own Hole (sem mig minnir að heiti Psychedelic Reel)

6. Rólegt lag með söngkonu sem ég man reyndar ekki alveg hvað heitir. Ekki alveg jafn grípandi fallegt og rólegu lögin á eldri diskum þeirra bræðra.

7. Últra funkí bassi í byrjun sem er eyðilagður af HRÆÐILEGUM 4/4 hús takti. Þetta lag hefði mátt missa sín (eða fá nýjan takt).

8. Þetta lag hefði verið angurvært og fallegt ef ekki hefði enn og aftur verið fyrir 4/4 bassatrommuna. Ég skil ekki einu sinni tilgang þessarar bassatrommu, því að lagið sjálft er ekkert danslegt, þrátt fyrir þessa misheppnuðu tilraun.

9. ÆÆÆÆÆÆÆ!! Richard Ashcroft er ekki góður. Ágætt epískt lag. En ógeðslegur falskur Brit-popp söngvari. Ég get varla hlustað á þetta lag.

10. It Began in Afrika(kakakakaka…): Frumlegt sampl með ágætu húsi. Hins vegar finnst mér allt þetta yfirgnæfandi bongo/conga/tabla/tribal kjaftæði minna mig bara á ógeðslega FM957 lagið með köllunum sem voru að tromma í myndbandinu.

jæja… þar hafið þið það


Kannski er ég bara svona neikvæður út af því að mér líkar frekar illa við hús-músík. Kannski mun heimsfjölmiðlunum (hugi.is) finnast þessi plata vera sú besta með Chemical Brothers.

Það finnst mér ekki. Þrátt fyrir nokkur flott lög verð ég að gefa þessari plötu:

6/10


…því miður. Annars dýrka ég Chemical Brothers.