Dans Trippi. Dans Trippi.

Vinir mínir í félags og áhugamannasamtökunum Dans Trippi (e. Dancetrippin), eru með helvíti góða síðu sem ég stórlega mæli með og gjarnan vitna í. Þetta er síða með myndbandsupptökum, hljóðupptökum, viðtölum og öðru eins góðgæti. Þar er aðal áherslan á plötusnúðana sjálfa og það sem þeir matreiða ofan í þyrsta danstónlistaráhugamenn og gefur síðan líka góða innsýn inní húsakostina sem þessar gripasýningar fara fram..

Þessir ungu drengir erfiða mikið við að fá leyfi til að taka upp stutta búta úr kvöldum sem haldin eru á þessum háklassa skemmtistöðum.

Slóðin þeirra er:

http://www.dancetrippin.tv/

Það er ekki nauðsynlegt að skrá sig inn, því maður fær þar einhverjar 3 upptökur fríar í hvert sinn sem maður opnar síðuna. En ef maður skráir sig þá kemst maður í allt safnið þeirra óhindrað ásamt fleiri leynilegum glæsi kostum.

Með þessari stuttu grein ætla ég að láta með fylgja umsagnir byggðar á síðunni um eina myndbandsupptöku og eina hljópupptöku, báðar teknar upp nýlega:


Fyrst á dagsskránni er tæknihús (e. TechHouse) og naumhyggjutónlistar (e.minimal) upptaka, tekin upp á Forréttindarstaðnum (e. Privilege club) á Djöflaeyjunni (e. Ibiza) sjálfri.
Annar helmingurinn af Hljóðflugunni (e. Audiofly) (s.þ.s. (e. aka) Luca Saporito) tekur mannfögnuðinn í ferðalag, djúpt inní heima tæknihúss og naumhyggjutónlistar. Á sama tíma hristir Markos Kern (www.visualdrugstore.com) saman lifandi sjónkonfekt á 5 risa skjám.

http://www.dancetrippin.tv/lib.cfm/4597/dj_set_episodes_88/Audiofly/ibiza

Um Hljóðfluguna:
Þegar Anthony Middleton og Luca Saporito, virtir plötusnúðar og framleiðendur, hittust árið 2002, þá fæddist Hljóðflugan. Núna, mörgum árum seinna hefur þessi Engilsaxneska og Ítalska samloka breyst í heitasta undirheima hús og tækni tónlist þó víða væri leitað á jarðkringlunni.
Á kantinum við hliðina á plötusnúða- og framleiðendaferlinum þá hefur Hljóðflugan ræst út sitt fyrsta útgáfu fyrirtæki sem þeir kalla Ofurnáttura (e. Supernature). Ákveðnir í að hjúkra að listamönnunum sínum með öllum mögulegum ráðum til að hjálpa þeim að ná settum takmörkum. Ofurnáttura er tilraun strákana til að fá fjölskyldugildin inn, þar sem annars ríkir brjálæði og einsemdar lífsstíll.
Áhrifavaldar: Allt, lífið, saur, bara allt…..of mikið of mikið!!

http://www.myspace.com/audioflymuzik



Jæja ! Næsta kynning er um mann sem heitir Christian Smith og hljóðbútinn hans. Hann tekur okkur hér í hestaferðalag á trippunum sínum, gegnum hljóðveröld undirdjúpana.

http://www.dancetrippin.tv/lib.cfm/4597/dj_set_episodes_88/Audiofly/lib.cfm/4601/dj_mixes_137/Christian_Smith/

Um Christian Smith:
Sænskur ríkisborgari sem eyddi seinni hluta áttunda áratugarins að safna að sér ungu húsi og tækni hljóðum frá Svenna Víða (e. Sven Vath). Núna með bækistöðvar í Sao Paulo og Barcelona hefur hann verið að fullkomna sitt fönkaða hús og sálar tæknitónlist í yfir áratug.
Spilandi í Asíu, Norður og Suður Ameríku og Evrópu plús að hann er með fastan sess á stóru tónlistarhátíðunum eins og Bretlands Rjómavöllum (e. Creamfields), Hollands Dansdölum (e. Dancevalley), Japans Vírum (e. Wire) og Braselíska Munnskolssnerilhöggið fræga (e. Skol Beat).

Tónlistin hans er gefin út á fjöldan allan af topp útgefendum eins og hjá Uppreisninni (e. Renaissance), Trommureglu Adams Borgs (e. Adam Beyer's Drumcode), Ofum hjá Jónsa Blikk (e. Josh Wink's Ovum), Inntækni hjá Kalla Koxaða (e. Carl Cox's Intec), Rúmrokk hjá Jóni Grafsjávarþangi (e. John Digweed's Bedrock) og svo á hans eigin útgáfu Tronic.
Þegar Christian setur saman sett þá er það alltaf með 3 spilurum, matreitt úr risapotti með stórum bitum af grúfum og helling af orku stráð yfir.
Hans uppáhalds klúbbar eru: Vömbin (e. womb), Tokyo; Loftið (e. Loft), Barcelona; Kirsuberið (e. Patcha), Buenos Aires; Bogi (e. arches), Glasgow; og Zouk, Singapore.

Eftir að hafa gefið út svaka plötu í lok 2007 og með stórum andlegum styrkjum frá Jóni Grafsjáfarþangi og Kalla Koxaða og Rikka Hálftin (e. Richie Hawtin) þá er framtíðin ráðin hjá honum Christian, að vera á toppnum sem leiðtogi hinna frjálsu framhuxandi danstónlistarmanna.

http://www.myspace.com/christiansmithdj


Kveðja
B.