Laurent Veronnez er fæddur og uppalinn í Brussel í Belgíu. Hann byrjaði ungur að fikta við synthesizer-a og tölvur heima hjá sér, svo strax og hann sendi firstu demó upptökurnar til Lightning Records byrjuðu menn að kalla hann nýju hetjuna í progressive geiranum. Hann vakti first athygli undir nafninu Fire and Ice, svo Airwave og Body-Shock. Hann sjálfur lýsir tónlist sinni sem “hreinni rafrænni danstónlist í stíl við áhrifavalda hans”. stærstu áhrifavaldar hans eru ekki ómerkari öfl en Jean Michel Jarre, Orbital, Oliver Leib og guðin hans, BT. Hann gefur helst út á Lightning Rec og Bonzai rec.
Margir þekktir plötusnúðar hafa dásamað tónlistina hans og má geta þess að á nýlegum mixdisk frá dj tiësto átti hvorki meira né minna en fimm lög!
Ég hef dáldið verið að sanka að mér lögum hans, fíla allt sem ég á, og mæli helst með:
Airwave - Escape from Nowhere
Airwave - Alone in the Dark
Airwave - Save me
Body-Shock - Full Moon
Body-Shock - Sleepless
Body-Shock - Ghosts in the Church
Endilega tjekkið á þessum
Góðar stundir.