Um og upp úr aldamótunum var Manchester-dúettinn Future Cut eitt allra heitasta nafnið í drum & bass heiminum. Þeir gerðu allt vitlaust með lögum eins og “Obsession”, “Whiplash”, “Bloodline” og “Ghetto Style” og gáfu út á öllum stærstu útgáfunum í bransanum, til að mynda Metalheadz, Renegade Hardware, Hardleaders og V Recordings. Árið 2000 komu Future Cut piltarnir til Íslands og spiluðu á eftirminnilegu Tækni-kvöldi á Gauknum og í samnefndum útvarpsþætti DJ Reynis.
Árið 2001 fóru þeir að fikta við mýkri hliðar drum & bass og stofnuðu hliðarverkefnið Un-Cut með söngkonunni Jennu G. Lagið þeirra “Midnight” kom út sama ár og varð eitt af stærstu drum & bass lögum allra tíma. Un-Cut gáfu svo út breiðskífuna fjölbreyttu “The Un-Calculated Some” árið 2003 hjá bandaríska útgáfurisanum Warner.
Í kjölfarið fóru Future Cut að færa sig úr drum & bass senunni og byrjuðu að pródúsera lög fyrir “mainstream” tónlistarmenn. Listi þeirra síðan þá er orðinn ansi tilkomumikill, því þeir hafa unnið með fólki á borð við Lily Allen, Nicole Scherzinger úr Pussycat Dolls, Dizzee Rascal, Kate Nash, Sugababes, Natöshu Bedingfield og nú síðast Tom Jones (mynd). Væntanleg breiðskífa kyntröllsins frá Wales “24 Hours” er pródúseruð af Future Cut og inniheldur meðal annars gesti á borð við Bono og The Edge úr U2. Gerir aðrir betur!
Future Cut á Myspace
MP3: Future Cut í Tækni árið 2000