Techno.is kynnir eftir langa bið, komu James Holden og Nathan Faken til Íslands þann 11. Október næstkomandi. James Holden mun þeyta skífum en Nathan Fake mun heilla gesti með lifandi tónum eins og honum er einum lagið.


Þessi viðburður verður að teljast stórmerkilegur vegna þeirrar fyrirhafnar sem hefur farið í að fá James Holden til Íslands. Í dag eru liðin hvorki meira né minna en 3 ár síðan Techno.is reyndi að hafa fyrst samband við Holden, sem hingað til hafði alltaf verið ofbókaður á tónleikahátíðum víðsvegar um heiminn. Eftir eilífðar “fum og pat” sá Holden sér loksins fært að mæta, Techno.is vitaskuld til mikillar hamingju og vonum við að fólk sjái sóma sinn í að mæta á þennan einstaka viðburð.

Að mati Techno.is er James Holden einhver sá merkilegasti tónlistarmaður og plötusnúður seinni ára. Hann varpar fram draumkenndum og listrænum áhrifum í tónsmíðar sínar en kemur hlustendum sínum stöðugt á óvart með einkennandi en þó margþættum stíl.


Nathan Fake hefur vakið gríðarlega athygli fyrir frumlega og sérstaka raftónlist en hann hefur einnig sent frá sér afar fágaða og magnaða danstónlist.

Margir vilja meina að James Holden sé einn af áhrifavöldum þess að “trance” tónlist hafi komist aftur á kortið og orðið athyglisverð að nýju undanfarin ár, þá sérstaklega í gegnum útgáfufyrirtækið sitt, Border Comunity sem hefur aflað sér mikillar virðingar í raftónlistarsenunni jafn sem dansenunni. Þar gefur hann út nöfn á borð við Extrawelt, Avus,
Lazy Fat People, Fairmont og Misstress Barbara.


James Holden og Nathan Fake hafa báðir gefið út ófáa smellina en þar á meðal má helst nefna lagið “The Sky was pink” sem Nathan Fake gaf út á þröngskífu í gegnum “Border Community útgáfuna”, útgáfufyrirtæki James Holden, og hlaut sú plata gríðarlega góð viðbrögð af þekktum miðlum víðsvegar um heiminn. Einnig gaf Nathan út svokallaða “Icelandic version” af þessum stórsmelli sínum enda er Nathan Fake hrifinn af Íslandinu góða.

Á sömu skífu fylgdi með endurhljóðblöndun af laginu fyrrnefnda “The sky was pink” eftir James Holden sjálfann. Þetta verk markaði tímamót hvað varðar gæði í tónsmíðum hans og var þetta lag að mati Techno.is besta lag ársins 2004. Ekki er þetta eina endurhljoðblöndunin sem Holden er á bakvið, en hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Madonnu, Britney Spears og Timo Maas svo eitthvað sé nefnt.
James Holden vann einnig með söngkonunnu Julie Thomsom og fæddust meistaraverkið “Come to me” og danssmellurinn “Nothing” sem allir aðdáendur Holdens ættu að kunna utan af.

James Holden er fæddur árið 1980 og það var árið 1999 sem Holden gaf út sína fyrstu smáskífu, aðeins 19 ára gamall og það var trance smellurinn „Horizons“. Þetta gerði hann samhliða námi sínu í Oxford háskólanum þar sem hann lærði stærðfræði. Allt til ársins 2003 var Holden ekkert sérstaklega þekktur utan Bretlandseyja en þá stofnaði hann Border Community útgáfuna og gaf sjálfur út lagið „A Break in the Clouds”. Þetta var til þess að stærstu kempurnar í danstónlistarbransanum spiluðu lagið óspart vegna þess hversu sérstakt, óvenjulegt en jafnfram stílhreint það hljómaði.
Árið 2003 kom svo út einhver sá besti safndiskur sem komið hefur út í danstónlistinni, saman tekinn og blandaður af James Holden og það var diskurinn “Balance 05”.
Sá diskur olli ákveðnum tímamótum þvi James Holden náði á ótrúlegan hátt að blanda ólíkum stefnum saman með fíngerðan hátt. Diskurinn er talinn tímalaus smíð og jafnvel enn í dag þykir hann ferskt eintak.
Nýjasta plata James Holden , “The Idiots Are Winning” þykir sérstök og mun listrænni en hinar útgáfur hans en má þar nefna lagið “Intentionally Left Blank” sem inniheldur ekkert hljóð.
Það verður þó ekki tekið af þessum mikkla tónlistarmanni að hann er einn sá eftirminnalegasti í sögu danstónlistar og jafnframt sá færasti í sínu fagi fyrir að búa til og sameina margar ólíkar stefnur á snilldarlegan hátt.


Nathan Fake var ekki nema 20 ára þegar hann gaf út sína fyrstu smáskífu árið 2003 og var það James Holden sem gaf hana út á plötuútgáfu sinni “Border Community” og hlaut sú smáskífa magnaða dóma. Það var smáskífan “Outhouse” sem flestir unnendur danstónlistar ættu að kannast við. 2004 gaf hann út smáskífuna Watlington Street á Saw Recordings, sama ár “The sky was pink” á Border Community. The icelandic verion af þeirri plötu hlaut sérstaka athygli fyrir mjög vel heppnaðar útfærslur. Árið 2005 gaf Nathan út „Dinamo“ á Traum Schallplatten útgáfunni og sama ár ”Silent Night“ á ”Border Community“. Fyrsta breiðskífa Nathan Fake kom síðan út árið 2006 og bar hún nafnið ”Drowning in the Sea of Love“ og að sjálfsögðu gefið út á Border Community. Drowning in the Sea of Remixes kom einnig út 2006 og var það endurhljóðblönduð Ep plata gefin út af Border Community. 2007 kom síðan smáskífan „You Are Here” út á Border Community einnig. Lög Nathan Fake hafa fengið þvílíka athygli útum heim allan og hafa lög eftir hann meðal annars verið notuð í auglýsingum fyrir símarisann “Motorola” og í sjónvarpsþáttunum “CSI MIAMI”.
Nathan Fake á fjölbreittan hóp af aðdáendum úr öllum stefnum raf/danstónlistar en sem tónlistarmaður matreiðir Nathan Fake ólýsanlega blöndu af raftónlist þar sem allir krókar og kimar eru heimsóttir með technísku ivafi og draumkendum melódíum sem virðast koma hlustendum stöðugt á óvart.
Einnig hefur Nathan Fake gert frábæra hluti þegar kemur að því að endurhljóðblanda aðra listamenn. Fyrir þremur árum vann hann lagið “Issst” eftir “electro house” bræðurna í Tiefschwarz og setti lagið í skemmtilega lágstemmda sveiflu sem hefur tryllt ófá dansgólf útum allan heim. Ekki sé minnst á útgáfu hans af “Out at night” með Steve Lawler. Hreint út sagt frábær verk sem við hvetjum fólk til að leggja hlustir við.


Það er þvi ekki að ástæðulausu þar sem við hjá Techno.is hvetjum alla aðdáendur raftólistar, danstónlistar og jafnframt tónlistar yfir höfuð að láta merkasta atburð Techno.is til þessa ekki fram hjá sér fara og mæta snemma á Nasa við austuvöll laugardagskvöldið 11.október.

James Holden (dj set)
Nathan Fake (live set)
ásamt :
Exos, Óli Ofur, Dj Thor.

Forsalan er hefst á miðvikudag í Jack and Jones Kringlunni.


Nokkrar skyldu hlustanir eftir James Holden og Nahan Fake.


Nathan Fake - The Sky Was Pink (icelandic version)
Nathan Fake - The Sky Was Pink(Holden Remix)
Nathan Fake - Outhouse
Nathan Fake - Outhouse (Fluffy Mix)
Holden & Thompson - Come To Me (Last Version)
Holden & Thompson - Come To Me (orginal mix)
Blackstrope - Nazi Trance Fuck Off (Holden Remix)
Depeche Mode - The Darkest star (Holden remix)
Depeche Mode - The Darkest Star (Holden Dub)
Britney Spears - Breath (James Holden dub)
André Kreml - Safari (James Holden Dub)
James Holden - I Have Put Out The Light