Techno.is kynnir Dj Lucca á Nasa 6. september.
Techno.is kynnir hina þokkafullu og fun heitu Dj Lucca aftur á Íslandi. DJ Lucca kom seinast hingað til lands haustið 2006 og spilaði þá fyrir stappfullum Nasa. Síðast þegar Lucca spilaði á Nasa voru það tímamót í sögu Techno.is en það kvöld komu strákarnir í Plugg‘d fram í fyrsta skipti. Þessi techno drottning hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá liðsmönnum techno.is og ríkir því mikil eftirvænting eftir komu hennar aftur til lands.
Þó nokkuð hefur drifið á daga Lucca síðan við sáum hana seinast, meðal annars hefur hún verið útnefnd besti plötusnúður Tékklands og hlotið önnur verðlaun.
Dj Lucca er einn heitasti og færasti kvenplötusnúður heimsins.
Það hefur sannast eftir að Dj Tiesto bauð henni með sér á dj túr um Evrópu ásamt því að Carl Cox valdi hana til að spila með sér á sínu eigin sviði á risa hátiðinni, The Dance valley festival.
Dj Lucca spilar einnig oft með Mauro Picotto á Meganight sem eru hans eigin kvöld sem eru haldin víðsvegar um Evrópu meðal annars á Ibiza.
Dj Lucca var eitt aðalnúmerið á Love parade hátiðinni 2006 sem haldin var í júli mánuði í Berlín.
Kom hún þar fram á aðalsviði hátíðinnar með nöfnum eins og Sasha, Dj Tiesto, Westbam, Tiefschwarz og Paul Van Dyk en hún hefur spilað mikið með honum í gegnum tíðina og er einn af hans uppáhaldstónlistarmönnum.
Dj Lucca hefur spilað út um allan heim og þá oft með stórum nöfnum eins og Nick Warren, Carl Cox og Paul Oakenfold. Hún er mikil stórstjarna í Austur Evrópu þar sem danstónlisarmenningin er í mikilli uppsveiflu en hún kemur frá Tékklandi.
Dj Lucca hefur gefið út fullt af plötum og unnið með ótrúlega færum techno tónlistarmönnum eins og Michel De Hey, Chris Cowie, Christian Fischer og Davide Squillace. Hún hefur gefið út á útgáfum eins og Bellboy records, Primate records, matrix music, Aquatrax og hennar eigin útgáfu Acapulco records.
Platan hennar Mirage01 varð geysivinsæl í technoheiminum og var endurhljómblönduð af einum frægasta og færasta technotónlistarmanni í heiminum, Umek. Carl Cox varð ástfanginn af laginu og spilaði það grimmt og hafði það sem byrjunarlag á fjölmörgum syrpum árið 2004.
Dj Lucca kemur til Íslands í annað sinn á vegum Techno.is í september mánuði. Dj Lucca kemur fram á Nasa 6. September en ásamt henni koma fram Exos, Plugg‘d og Sindri BM